Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 27

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 27
GLÓÐAFEYKIR 27 Úr Leirgerði Á aðalfundi sýslunefndar Skagafjarðarsýslu 1945 afhenti einn nefndarmanna, Jón alþm. Sigurðsson á Reynistað, sýslunefndinni að gjöf bók eina mikla. Var sú auð og óspjölluð. Framan á titil- blaði stendur: „Hagyrðingamál sýslunefndar Skagafjarðarsýslu." Aftan á blaðinu eru formálsorð gefanda. Hefjast þau með þessum orðum: „Það hefur lengi verið háttur hagyrðinga í sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu, að láta vísur fljúga um borð er tilefni hefur gefizt, enda ótaldar þær ferskeytlur og kviðlingar, er þannig hafa byrjað göngu sína. . . . Það orð liggur á Skagfirðingum, að þeir séu gleði- menn og kunni manna bezt að skemmta sér. Að kunna að skemmta sér með sæmd og prýði er list og jafnframt unun þeim, er njóta. Einn þáttur þessarar skagfirzku gleði er að geta séð hið bjarta og broslega, einnig er menn sitja yfir alvarlegum málum, það léttir hugann og bregður bjarma á málefnin. Þetta hefur hagyrðingum sýslunefndarinnar, að riturum meðtöldum, oft tekizt og stundum með ágætum. Kveðskapur þessi er svo nátengdur störfum sýslu- nefndarinnar, að tæplega verður ítarleg saga hennar rituð og rétt mynd dregin af nefndinni án þess að geta hans að einhverju, tel ég ekki ólíklegt, ef vel væri með það efni farið, að sá þáttur yrði af mörgum talinn kryddið í þeirri sögu.“ Tilgangur gefanda kemur ljós- lega fram í þessum formálsorð- um hans sjálfs. Ekki festist hið upprunalega skírnarnafn, „Hagyrðingamál,“ við þessa göfugu bók. Skjótt hlaut hún gælunafnið „Leir- gerður“, og hefur svo verið Stefán Vagnsson.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.