Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 10

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 10
10 GLÓÐAFEYKIR 8. Drangey. 9. Skagfirðingapœttir, 1. og 2. bindi. 10. Jarða- og búehdatal i Skagafjarðarsýslu, 1,—4. hefti. 11. Skagfirzk Ijóð. 12. Skagfirzkar ceviskrár, 1.—2. bindi. 13. Skagfirðingabók. Sauðárkróki, 12. marz 1967. Þórir Stephensen. Á aðalfundi K. S. 1966 var stjórn félagsins legið nokkuð á hálsi fyrir það, að útkoma „Glóðafeykis“ hafði frestazt urn simi. Lofaði stjórnin bót og betrun. Fleira margt bar á góma, svo sem venja er til, m. a. hópferðir kvenna á vegum K. S., sem tíðkuðust nokkur ár, svo og fararstjórn deildarstjóra í þeim ferðum, húsmæðravikuna í Bifröst o. m. fl. Mikið var rætt um greiðslu mjólkuruppbótar. Voru ræðumenn sumir harðorðir nokkuð svo, þeirra á meðal Jón bóndi og deildarstjóri í Djúpadal. Meðan á umræðum stóð, var þessum er- indum laumað á borð fundarstjóra („Tindastóir' var rit LTngmenna- félagsins Tindastóls.): „Tindastóll" er sofnaður og „Glóðafeykir“ genginn, en gaman er að rifja upp löngu troðin spor. Um fararstjórn í sólmánuði dreymir sveitadrenginn og dömurnar að fá að gista Bifröst næsta vor. En forstjórinn hann kvað þó vera eitthvað skárra í efni, því uppbótin á mjólkina síðar koma skal. Og „Glóðafeyki" vekja þeir af Þyrnirósarsvefni — en það er lítil huggun fyrir veslings Jón í Dal.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.