Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 37

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 37
GLÓÐAFEYKIR 37 fer því næst í gegnum sturtubað og að innanúrtöku. Sérstakt innan- úrtökuborð er notað, sem saman stendur af mörgum bökkum, sem festir eru á tvær samsíða keðjur. Keðjurnar og þar með bakkarnir, eru drifnir áfram með sama hraða og fláningskeðjan og er borðið haft samsíða henni. Innanúrtakan fer fram í tvennu lagi, þ. e. vamb- ir og garnir fjarlægðar fyrst og settar í bakka, en lungnastykkið síðan tekið ásamt lifur og sett í annan bakka. Bakkarnir færast til samsíða og með sama hraða og skrokkurinn, svo að dýralæknir getur skoðað innyfli og skrokk samtímis og vitað hvaða innyfli tilheyra hverjum skrokk, en læknisskoðun er ekki talin nægileg nema hún sé fram- kvæmd á þennan hátt. Eftir læknisskoðun eru innyfli aðskilin og fara síðan sína leið til frekari verkunar, en skrokkurinn heldur áfram á keðjunni og fer í snyrtingu og þvott. Við þvottinn var notaður há- þrýstur vatnsúði eingöngu. Eftir þvottinn var kjötið sett á venju- lega braut og því rennt inn í kjötsal. Með fullum afköstum var reiknað með að slátra með þessu kerfi um 125 kindum á klst. eða um 1.000 á dag. Aðaláherzla var lögð á að reyna fláningskerfið, en minna lagt upp úr meðferð innyfla, hausa og hirðingu blóðs. Astæður fyrir þessu voru tvennar. I fyrsta lagi var húsnæðið fremur óhentugt til þessara hluta, þar sem sameina þurfti innyfli frá tilraunasláturhúsinu innyflum frá sláturhúsi Kf. Borgfirðinga. I öðru lagi var naumur tími til undirbúnings, en segja má að ekki hafi verið byrjað að teikna kerfið fyrr en í byrjun júlí 1966. í tilraunasláturhúsinu var alls slátrað 17.950 kindum frá 22. sept- ember til 27. október. Fyrstu dagana var slátrað 200—560 kindum á dag, en síðustu vikurnar frá 830 upp í 1.010 á dag. Reynslan af kerf- inu var ágæt, og fram úr vonum, og má þakka það fyrst og fremst vilja og þolinmæði starfsfólksins í sláturhúsi Kf. Borgfirðinga. Eins og við var að búast var fláning framan af léleg, enda var stöðugt verið að breyta til um aðferðir og þar að auki of mikil áherzla lögð á afköstin, þar sem slátrunin í tilraunasláturhúsinu féll inn í slátur- áætlun Kf. Borgi'irðinga. Þegar á leið urðu vinnubrögðin betri og afköstin meiri. Þeir sem við slátrnnina unnu töldu kerfið hafa marga kosti fram yfir eldri aðferðir. Vinnan varð léttari og jafnari eftir að menn höfðu fengið nokkra æfinsfu. Með fullum afköstum unnu 22 menn við kerfið og er þá talið frá skotmanni að og með kjötþvottamanni. Aðskilnaður innyfla og flutningur á hausum er ekki meðtalinn. Miðað við afköst með öðr- um aðferðum, má telja þessi afköst mjög góð.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.