Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 29

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 29
GLÓÐAFEYKIR 29 EINN SÁLMUR TIL UMÞENKINGAR Adam og Eva sátu áður í Paradís. Flestir þau mikils mátu og mikluðu þeirra prís. En aldrei var byggð nein brú. Vegaskatt enginn vildi verðfesta þar í gildi. Þetta var þeirra trú. Höggormsins hér má geta — að hentugu færi beið. Eitt sinn var Eva að eta er hann til hennar skreið. Heyrðist í hræsnis-fíl: „Alsæl myndir þú orðin, indælust baugaskorðin, ef að þú ættir bíl. Ef vilt þína vegsemd tryggja á vorri syndugu jörð, vegi er þér bezt að byggja um Blönduhlíð, Fljót og Skörð. Svo keyrir þú kotroskin. Ef ætlar þú í það fórna einhverju, ég skal stjórna, — en skaffa þú skildinginn." Óðara Eva gleypti við öllu, er spriði hann. Silfri úr sjóðum steypti og setti hann yfirmann. Nú var bruðlað og byggt. En ekkert fékkst endurskoðað þó upp væri brúnum hnoðað. Það hafði þrællinn tryggt.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.