Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 48

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 48
48 GLÓÐAFEYKIR í minningargrein um Björn Gunnlaugsson, bls. 30, er móðir Hall- dóru, konu hans, sögð verið hafa Elín Jónsdóttir, ('síðari) kona Magnúsar Gunnlaugssonar. Þetta er ekki rétt. Móðir Halldóru var fyrri kona Magnúsar, Helga Jónsdóttir bónda í Stóragerði, Vigfús- sonar. í greininni um Sigurjón í Geldingaholti, bls. 31, er móðir Sigrún- ar Tobíasdóttur, konu Sigurjóns, talin hafa verið Sigþrúður Helga- dóttir. Það er ekki rétt. Tobías átti Si°rúnu áður en hann kvæntist o Sigþrúði. Var móðir hennar Guðrún Jónsdóttir bónda í Holtskoti, Einarssonar. Var Sigrún því hálfsystir Brynleifs Tobíassonar, sam- feðra, en ekki alsystir. Foreldrar Jóns á Mannskaðahóli, bls. 32, Jón Stefánsson og Ragn- heiður Þorfinnsdóttir, voru ekki gift. Jón kvæntist ekki. — Björn, sonur Jóns og Sigríðar er ekki ekkjumaður. Hjónin skildu og Björn kvæntist aftur. Er fyrri kona hans enn á lífi. G. M. Björn Egilsson, bóndi á Sveinsstöðum, er oddviti þeirra Lvtinga, og oft á ferð í erindum sveitar sinnar. Einnig er hann ósjaldan á ferð milli bæja í Lýtingsstaðahreppi, og er þá vanalega í innheimtu erindum, fyrir hreppinn, Brunabótafélagið eða sjúkrasamlagið, svo eitthvað sé nefnt, og hefur þá vanalega innheimtutöskuna meðferðis, og alla jafnan nóg pláss í töskunni fyrir það sem honum áskotnast. Einuhverju sinni þurfti Björn að hitta Sigurjón bónda Sveinsson, Byrgisskarði, í þessum vanalegu erindum, en þar sem Sigurjón kunni illa við að láta Björn fara án þess að fá nokkuð í töskuna, afhenti hann honum þessa ávísun, ef vera mætti að Björn fengi eitthvað út á hana: Við eigum lítið aura safn og erum greiðslu tregir. Þú skalt hitta Helga Rafn, og heyra hvað hann segir. Ekki fylgir sögunni hverja afgreiðslu ávísunin fékk.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.