Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 14

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 14
14 GLÓÐAFEYKIR in eru stærstu og athafnamestu stofnanir sinnar tegundar hvarvetna úti um land. Meðal þorra manna geta naumast verið um það skiptar skoðanir, að samvinnustefnan hafi orðið íslenzkri þjóð til ómældrar blessun- ar. Þetta er jafnvel viðurkennt af andstæðingunr hennar ýmsum. Nú er það að vísu vafalaust mál, að nreð breyttum tínrunr lrefðu verzlunarhættir og viðskipta breytzt og batnað frá því, senr áður var, enda þótt kaupfélaganna hefði ekki notið við. Hitt er jafn víst, að batinn hefði komið seinna, breytingin orðið hægari og fjarri því að vera jafn fullkonrin og farsæl, ef sanrvinnuhugsjónin hefði ekki náð að festa rætur. Kaupfélögin lrafa haft forgöngu unr vöruvöndun og brotið upp á flestum nýjungum í verzlun, þeim er máli skipta. Félögin hafa safnað verulegum eignunr, senr aldrei verða fluttar brott úr því héraði, þar sem eigrranna er aflað. Félögin hafa lagt hundruð milljóna króna í byggingar og vélar og margvísleg mannvirki í þágu félagsmanna sinna. Félögin hafa lagt fram tugi milljóna til ýnriss konar menningarmála í almanna þágu — einnig andstæðinga sinna. Félögin hafa greitt félagsmönnum verzlunararð, sem nenrur hundr- uðum nrilljóna króna. Hvar lenda þessir fjármunir, þar sem öll verzlun og viðskipti eru í höndum einkaaðilja? Þeir safna ekki fé í sjóði, sem bundnir eru unr alla franrtíð í því byggðarlagi, þar sem fjárins er aflað. Þeir kosta ekki hundruð- um milljóna til þess að reisa, sífellt að endurbæta og fullkomna mjólkurvinnslustöðvar, sláturhús, kjötvinnslustöðvar, ullarþvotta- stöðvar o. s. frv. Þeir leggja ekki fram á ári hverju stórar fjárfúlg- ur til almennra menningarmála. Þeir gxeiða ekki viðskiptamönn- um verzlunararð, sem neinu nemur. Ekkert af þessu gera þeir — og ætlast enginn til. Þeir stunda verzl- un og viðskipti fyrst og fremst í hagsmunaskyni fyrir sjálfa sig — og skyldi enginn lá þeim. Þetta er eðlilegur hlutur. (Á bls. 12 er yfirlit yfir arðgTeiðslur Kaupfélags Skagfirðinga til félagsmanna um 10 ára bil, 1956—1965. Mætti það verða lesend- um til nokkurs fróðleiks og athugunar). Hvar, sem gripið er niður, blasa við yfirburðir samvinnustefn- unnar. Gildir það jafnt um hið hagræna svið og hið félagslega. Hún er ekki og á ekki að vera hagsmunastefna eingöngu, heldur einnig félagshyggju- og mannþroskastefna. Eigi að síður á samvinnustefn- an sína andstæðinga, bæði marga og mikils megandi. Ekkert er eðli-

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.