Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 3
GLÓÐAFEYKIR
Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga
14. HEFTI • NÓVEMBER 1973
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Magnússon i Eyhildarholti.
Tobias Sigurjónsson
Eftir að þetta hefti Glóðafeykis var fullbúið til prentunar barst
mér, snemma morguns hinn 24. ágúst sl., sú harmafregn, að for-
maður Kaupfélags Skagfirðinga, Tobías bóndi Sigurjónsson í Geld-
ingaholti, hefði látizt snögg-
lega kvöldið áður, þann 23.
dag ágústmánaðar.
Mér féllust hendur. Fáum
dögum áður hafði ég setið
með honum á fundi, heilum
og hraustum. Nú var hann
allur.
Tobías Sigurjónsson var
fæddur að Geldingaholti þ.
10. október 1897 og átti þar
heima mestalla ævi. Voru for-
eldrar hans sæmdarhjónin
Sigurjón bóndi í Geldinga-
holti Helgason og Sigrún
Tobíasdóttir, hálfsystir Bryn-
leifs menntaskólakennara.
Tobías var þess konar mað-
ur að gáfum og gerð, að á
hann hlutu að hlaðast marg-
vísleg trúnaðarstörf. Ungur
hóf hann afskipti af félagsmálum og víst er um það, að samvinnu-
stefnan eignaðist traustan og óhvikulan forvígismann, þar sem hann
LANOGUGKAGAFN
: 312611
Tobías Sigurjónsson, Geldingaholti.
i r i a m n •?