Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 6
6
GLÓÐAFEYKIR
Kristján C. Magnússon
Hann lézt hinn 3. dag júnímánaðar síðastliðinn.
Kristján var fæddur á Sauðárkróki 29. ágaist árið 1900 og átti þar
heima alla ævi að frátöldum fjórum árum, er hann, þá innan við
fermingaraldur, dvaldist með for-
eldrum sínum, Magnúsi verzlunar-
manni Guðmundssyni og konu
hans Margréti Pétursdóttir, á Þing-
eyri við Dýrafjörð vestur.
Kristján stundaði nám í Verzl-
unarskóla íslands. Var síðan við
verzlunarstörf á Sauðárkróki. Réðst
skrifstofumaður til Kaupfélags
Skagfirðinga 1. júlí 1934 og vann
þar óslitið til 1971, er hann varð að
láta af störfum sakir vanheilsu.
Hafði lengstum með höndum það
vandasama trúnaðarstarf, að leggja
lag á erlenda vöru.
Kristján C. Magnússon var höfð-
insrsmaður oa; öðlins-sdrenour, vin-
sæll og virtur af öllum fyrir mann-
kostasakir og áskapaðrar prúð-
mennsku. Stjóm og framkvæmdastjóri K. S. votta minningu hans
virðingu sína og þakklæti og senda ekkju hans, frú Sigrúnu M. Jóns-
dóttur, einlægar samúðarkveðjur.
Kristjáns verður væntanlega síðar minnzt með ýtarlegri hætti í
greinarflokknum „Fallnir félagar“.
Kristján C. Magnusson.
G. M.