Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 7

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 7
GLÓÐAFEYKIR 7 Forystumaður í fjórðung aldar Ég hefi orðið við ósk Gísla í Holti að stinga niður penna í tilefni þeirra tímamóta, að Sveinn Guðmundsson lét af starfi kaupfélags- stjóra Kaupfélags Skagfirðinga á árinu sem leið, eftir að hafa gegnt því starfi við mjög góðan orðstír í meira en aldarfjórðung. Sem forstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga er mér ljúft að flytja Sveini Guðmundssyni sér- stakar þakkir samvinnuhreyf- ingarinnar fyrir framúrskarandi gifturík störf í þágu samvinnu- félaganna um 31 árs skeið. Á árinu sem leið voru rnerkis- afmæli innan samvinnufélag- anna. 90 ár voru þá liðin frá stofnun fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga, og 70 ár frá stofnun Sambandsins. Var þessara tímamóta sérstaklega minnzt. Þegar saga samvinnufélag- anna er skoðuð, fer vart á milli Sveinn Guðmundsson, fv. kaupfélagsstjóri. mála, að samvinnufélögin hafa verið burðarásar í flestum byggðar- lögum landsins. Þessi samtök fólksins hafa skapað aukna bjartsýni í lífsbaráttunni, sem oft var hörð hér áður fyrr. Félögin reyndust góð- ur bakhjarl, sem skapaði aukið öryggi fyrir einstaklingana. Þessi samtök fólksins sköpuðu aukið afl í byggðarlögunum, sem unnt var að beita á margvíslegan hátt til hagsbóta fyrir fólkið. Þau sköpuðu aukið fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna og þau veittu nýjum straumum um byggðir landsins. í þessum samtökum fólksins bjó andi menningar. Félögin voru sprottin úr íslenzkum jarðvegi og það kom í þeirra hlut að vinna að fjárhaslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Og nú í dag eru flest félaganna burðarásar í byggðarlíigunum, m. a.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.