Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 8

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 8
8 GLÓÐAFEYKIR með virkri þátttöku í atvinnuuppbyggingunni. Þan hafa á liðnum árum aukið jafnvægi í byggð landsins. Á það skal minnt nú, þegar aukinn skilningur virðist hafa vaknað fyrir byggðaþróun. Og kaupfélögin eru fólkið, þegar það tekur höndum saman. En þegar saga samvinnufélaganna er skoðuð kemur greinilega í ljós, að misjafnlega hefur tekizt til að láta þessi samtök fólksins njóta sín. Ýmislegt hefur þar kontið til. Þó mun vart verða á móti því mælt, að gengi og hagsæld hvers kaupfélags hefur verið rneira undir því komið en flest annað, að traustur og atorkusamur kaup- félagsstjóri hafi haldið um stjórnvölinn. Kaupfélag Skagfirðinga er eitt þeirra félaga, sem notið hefur rnikils trausts, bæði í héraði og utan héraðs. Engu leyndarmáli er ljóstrað upp, þótt frá því sé skýrt, að á afmælisári samvinnuhreyf- ingarinnar 1972, þegar Sveinn Guðmundsson lét af starfi kaupfélags- stjóra K. S., var kaupfélagið í röð þeirra sambandsfélaga, ef ekki fremst í flokki, sem traustasta höfðu fjárhagsstöðu. Hér hefur að sjálfsögðu margt hjálpazt að og þá ekki sízt gifta kaupfélagsstjóra. Sveinn Guðmundsson gegndi starfi kaupfélagsstjóra í K. S. frá 1946—1972, en hann hafði áður verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar (nú Kaupfélag Rangæinga), Hvolsvelli, frá 1941 — 1946. Við Sveinn Guðmundsson unnum saman í samvinnuhreyfingunni frá árinu 1946. Hann var þá að taka við kaupfél^gsstjórastarfi K. S. 02' é°' var að undirbúa stofnun Samvinnutryoginoa. Samstarf okkar stóð í 26 ár, ég var 9 ár framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og síðan forstjóri Sambandsins. Þessi störf mín í samvinnuhreyfing- unni og þá sérstaklega forstjórastarfið í Sambandinu, hafa gert mér kleift að kynnast allnáið störfum þeirra, sem veitt hafa kaupfélög- unum forstöðu. Það vakti fljótlega athygli mína, hve kanpfélagsstjórinn á Sanðár- króki var traustur og gæddur miklum stjórnunarhæfileikum; Þar voru ekki tekin nein gönuhlaup. Þekking kaupfélagsstjórans á fjár- málum og tilfinning fyrir því, að reksturinn varð að skila tekju- afgangi, ef félagið átti í framtíðinni að verða hinn sterki burðarás héraðsins, var hin mikla kjölfesta starfsins. Árangurinn kom svo fram í sterkri fjárhagsstöðu félagsins og félagið gat byggt upp eigið fé jafnframt því að greiða hagstætt verð fyrir landbúnaðarafurðir og endurgreiða félagsmönnum ríflegan tekjuafgang. Sveinn Guðmundsson sá ríkulegan árangur af starfsemi Kaup-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.