Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 9
GLÓÐAFEYKIR
9
félags Skagfirðinga. En á bak við góðan árangur er venjulega gott
og mikið starf og því má slá föstu, að það hefur ekki verið og er ekki
létt verk að vera kaupfélagsstjóri á íslandi. Verkið er ekki aðeins
erfitt og erilsamt, heldur oft á tíðum vanþakklátt. A vegi kaupfélags-
stjóra geta verið mörg ljón. Halda verður fast um fjármálin og
nokkur hætta er á því, að menn láti undan síga og afli sér stundar
\insælda með óeðlilegum lánafyrirgreiðslum til viðskiptamanna.
Miklar kröfur eru gerðar til félaganna um atvinnuuppbyggingu.
Sölulaun í smásöluverzlun hafa verið skorin svo við nögl af opin-
berri hálfu, að mörg félög úti á landsbyggðinni hafa lent í miklum
erfiðleikum. Þá má ekki gleyma fleygunum, sem víða átti að beita
af pólitískum spekúlöntum til þess að kljufa samvinnufélögin.
A vegi Sveins Guðmundssonar sem kaupfélagsstjóra voru mörg
ljón, en honum tókst að stýra fram hjá ljónagryfjunum. Það kostaði
þó ekki sjaldan óvinsældir um stundarsakir. Sem kaupfélagsstjóri
veitti hann félagsmönnum fjárhagslega fyrirgreiðslu, innan þess
ramma sem fjárhagsgeta kaupfélagsins leyfði. En hann varð stund-
um að segja nei. Hann beitti félaginu í atvinnuuppbyggingu í hér-
aðinu innan skynsamlegra marka. Með hjálp kaupfélagsins byggðu
bændur upp jarðir sínar, juku ræktun og bústfon og á Sauðárkróki
veitti félagið húsbyggjendum aðstoð með lánsviðskiptum á bygging-
arefni. Og þannig mætti lengi telja. Hinn trausti fjárhagur kaup-
félagsins var hin farsæla undirstaða framfaranna.
Sveinn Guðmundsson getur með ánægju litið yfir kaupfélags-
stjóraferil sinn. Hann hefur séð ríkulegan árangur starfsins. Hann
hefnr séð kaupfélagið eflast með ári hverju og verða sífellt sterkari
burðarás efnahagslífsins í Skagafirði. Fyrir hin gifturíku störf eru
Skagfirðingar honum þakklátir. Ég ítreka þakkir samvinnuhreyf-
ingarinnar um leið og ég étska Sveini og fjölskyldn hans alls hins
bezta í framtíðinni og ég vona, að hann eigi enn eftir í nokkur ár
að starfa fyrir samvinnuhreyfinguna að nýjum verkefnum. Hinum
nýja, unga og áhugasama kaupfélagsstjóra K. S., Helga Rafni
Traustasyni, óska ég gæfu og gengis í framtíðinni.
Erlendur Einarsson.