Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 16

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 16
16 GLÓÐAFEYKIR Fjárfesting við Bifreiðaverkstæðið var 1.3 millj. kr. Yfirtaka á hús- eignurn á Siglufirði 441 þús. kr. Raflagnir o. fl. við fóðurblöndunar- vélar 439 þús. kr. Keyptur Volvo-lyftari og mokstursvél fyrir 633 þt'is. kr. \7élar og tæki á Bifreiða- og vélaverkstæði 784 þt'is. kr. Við- bótar gufuketill fyrir Mjólkursamlagið og ýmsir aðrir smáhlutir þar 2.2 millj. kr. samtals. Áhöld og innréttingar 773 þús. kr. Keypt sendi- bifreið tæpar 600 þús. kr. Fleira mætti telja. Alls var varið til fjár- festinga á árinu 23.9 millj. kr. Nýjar starfsgreinar. Á sl. ári gerðist K. S. einn af stofnendum Steypustöðvar Skaga- fjarðar h.f. og á þar hlutafé að upphæð 580 þt'is. kr., en heildar- hlutafé stöðvarinnar er 1.5 rnillj. kr. og er allt innborgað. Telja má að tæki stöðvarinnar hafi komið að verulegum notum við byggingu sláturhússins og vandséð hvernig gengið hefði, ef þessi stórvirku tæki hefðu ekki verið til staðar. Steypustöðin er enn að byggja sig upp, svo hún geti sinnt þeirri þjónustu, sem ætlað er að hún veiti um allt héraðið og jafnvel víðar. Síðast á árinu tók til starfa saumastofa í Hofsósi, og veitir Svan- hildur Guðjónsdóttir henni forstöðu. Er saumastofan rekin í tengsl- um við Saumastofuna Heklu á Akureyri og þess vænzt að ht'in geti, er frá líður og hún er kontin á góðan rekspöl, veitt allnokkrum kon- um atvinnu. Hætt var á árinu að senda mjólk til Sigluf jarðar. Magnið lítið og flutningar dýrir, svo að hagkvæmara er fyrir Mjólkursamlagið að vinna neyzluvörur úr mjólkinni. Eignir félagsins. Fasteignir og lóðir K. S. voru bókfærðar í árslok á 103.8 millj. kr. og höfðu hækkað á árinu um 18 millj. Vörubirgðir eru bókfærðar á 47 millj. kr. og höfðu aukizt um 10.2 millj. eða 28%. Húseignir, vélar og tæki eru afskrifuð eins og lög leyfa. Sama er að segja um vörubirgðir, þær eru afskrifaðar eins og verið hefur á undanförnum árum. Vélar og tæki eru bókfærð á um 18 millj. kr. um áramót, og er svo til óbreytt milli ára, þar sem viðbætur og afskriftir ársins standast nokkurn veginn á. Eigið fé kaupfélagsins um áramót er 135.6 millj. króna, eða um 27% af niðurstöðum eignareiknings.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.