Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 18

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 18
18 GLOÐAFEYKIR Úr vinnusal nýja sláturhússins. Sláturhúsið tók til starfa þriðjud. 1S. seþt. 1973. Ég tel að full ástæða væri til að höfða prófmál til þess að fá úr þessu skorið — og því fyrr, því betra. Sambandið og kaupfélögin ættu að reka slíkt mál sameiginlega, þótt aðeins eitt kaupfélag ræki málið fyrir dómstólum. Hagur viðskiptamanna. Hagur viðskiptamanna gagnvart félaginu hefur batnað nokkuð á síðasta ári, þegar litið er á heildina. Miklar fjárfestingar hafa verið hjá bændum. Sala K. S. á búvélum og tækjum nam 12.5 millj. kr. og hafði aukizt um 57% frá árinu 1971. Byggingaframkvæmdir hafa verið töluvert miklar svo og margvíslegar fjárfestingar aðrar. í Innlánsdeild voru um áramót 73.6 millj. kr., hækkun frá fyrra ári um 11 milljónir. Inneignir í viðskiptareikningum voru 49.1 millj. kr. og höfðu hækkað um 10.9 millj. Hins vegar námu skuldir í viðskiptareikningum alls 45.8 millj. kr. og höfðu hækkað um 6.8 millj. Verðbréfaeign um sl. áramót var rúmlega 4 millj. kr., og eru það aðallega bréf vegna lausaskulda bænda, er breytt hefur verið í föst lán. Þegar þessir liðir eru allir teknir saman, kemur í ljós, að hagur

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.