Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 19
GLÓÐAFEYKIR
19
viðskiptavina kaupfélagsins gagnvart félaginu hefur batnað um 11.5
millj. króna miðað við áramót 1971—1972.
Landbúnaðarafurðir.
Á síðasta hausti var slátrað á þremur stöðum á vegum K. S., eins
og haustið áður, þ. e. a. s. á Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík.
Alls var slátrað 45.546 kindum, sem er 2.151 kind fleira en haustið
á undan. Heildarkjötinnlegg varð 710.1 tonn, og hafði aukizt um
53.3 tonn. Meðalþungi dilka varð á öllum húsunum 15.239 kg og
hafði hækkað um 464 grömm frá árinu á undan. Flokkun á kjötinu
varð góð, þannig að í 1. fl. fór 70.8% á móti 66.7% árið á undan.
Uppígreiðsla á sauðfjárafurðir sl. haust nam 81.4 millj. kr.
Alls var slátrað 493 nautgripum, kjötþungi 58.8 tonn. Slátrað var
169 hrossum, aðallega folöldum. Kjötþungi 14.6 tonn.
Nokkur verðhækkun hefur orðið á húðum og skinnum, og veru-
leg hækkun á ull. Árið 1971 er hið síðasta, sem gengið hefur verið
frá endanlegu ullarverði, og greiddi þá félagið 4 kr. pr. kg umfram
grundvallarverð. Horfur eru á að ullarverð fyrir árið 1973 geti orðið
74—75% hærra en árið 1971.
Á síðastliðnu hausti var byrjað á því að flokka hreinhvítar gærur
í sláturhúsinu. Enn er ekki til nein reglugerð um þessa flokkun og
því óvíst, að hægt verði að greiða bændum hærra verð fyrir þessar
gærur, þar sem sútunarverksmiðjurnar vilja ekki greiða þær hærra
verði að svo komnu máli. Verksmiðjurnar kaupa gærumar blandað-
ar á jafnaðarverði. Þó er verið að vinna í þessum málum núna, og
vænti ég þes, að einhver árangur náist.
Á síðasta ári tók Mjólkursamlagið á móti 8.2 millj. kg af mjólk;
varð aukning á mjólkurmagninu 485 þús. kg eða 6.24%. Meðalfeiti
mjólkurinnar var 3.799 og hafði lækkað um 0.029% frá 1971.
Neyzlumjólkursala varð aðeins um 10% af heildarmagni innveg-
innar mjólkur. Smjörbirgðir um áramót höfðu minnkað um 13
tonn, en ostabirgðir aukizt um 12.4 tonn og kasteinbirgðir um 15
tonn.
Afurðagreiðslur.
Á sl. ári greiddi kaupfélagið 263.1 millj. kr. til bænda fyrir bú-
vöru, sem er 60 millj. kr. hærri upphæð en árið áður, eða 29.1%.
Heildarsala K. S. á fóðurvörum var 2.444 tonn, og hafði magnið