Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 21

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 21
GLÓÐAFEYKIR 21 30 millj. kr. og voru um áramót 69.5 millj., en þar af er bundið fé hjá Seðlabankanum 13.7 millj. króna. Stofnsjóðseign K. S. hjá Sam- bandinu og s erksmiðjunum hefur hækkað um 1.3 millj. og var um áramót 10.9 millj. kr., þegar Framkvæmdasjóður O. S. S. er talinn með. Veðskuldir félagsins um áramót námu aðeins 9 millj. króna og höfðu hækkað á árinu um 1.6 millj. Lóðamál K. S. Ekki er hægt að skiljast svo við þessa skýrslu, að eigi sé minnzt á lóðamál kaupfélagsins. Þau hafa verið ofarlega á baugi í mörg ár og ekki að ófyrirsynju, þar sem þröngur húsakostur félagsins og gamal- dags aðstaða hefur skapað mikla og vaxandi erfiðleika í allri um- setningu, sem sífellt hefur aukizt ár frá ári. Bæjarstjórnin hefur í mörg ár lofað að taka þessi mál til afgreiðslu, en fram að þessu hafa engar efndir orðið. Nú er þó helzt von um að eitthvað kunni að rætast úr og að tekin verði til athugunar öll aðstaða K. S. í Sauðár- króksbæ. Ber að vona, að skilningur bæjaryfirvalda hafi loks vaknað á þeirri úrslitaþýðingu, sem félagið hefur fyrir bæ og hérað, og að eigi verði lengur við það unað, að félagið fái ekki eðlilega fyrir- greiðslu hjá bæjaryfirvöldum. Helgi Rafn Traustason. (Skýrslan er hér stytt all-verulega).

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.