Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 25

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 25
GLÓÐAFEYKIR 25 \ ísnaþáttur Magnús Kristinn Gíslason er fæddur að Stóru-Ökrum í Blöndu- hlíð 31. marz 1897, sonur Gísla oddvita og sýslunefndarmanns, bónda þar og síðar á Vöglum, Björnssonar, og konu hans Þrúðar Arnadóttur. Búfræðingur frá Hólaskóla 1918. Kvæntist 1921 Ingibjörgu Stefáns- dóttur frá Þverá. Missti hana 11. febrúar 1971. Hefur alla ævi átt heima á tveim bæjum í Blönduhlíð: Stóru-Ökrum og Vöglum. Reisti bú á Vöglum 1921, bjó þar ágætu búi hálfa öld og ári betur. Magnús á Vöglum er landskunnur af ljóðum sínum og vísum. K\ æðabók hans, Ég kem norðan Kjöl, kom út 1954, og önnur, Vísur og kvæði frá Vöglum, 1972. Þá á hann kvæði oa: stökur í Skaofirzk- o o um ljóðum (1957) svo og í blöðum og tímaritum, bæði hér austan hafs og vestan. I bréfi til mín ses;ir Magnús meðal annars: „Ég hef valið þessar vísur með hliðsjón af því, að þær verki vin- samlega á lesendur. Ég á nú orðið engan mann hér, er ég vildi særa á nokkurn hátt, heldur gleðja, ef vísur mínar gætu haft þau áhrif.“ G. M. Visan. Nú skal ýta ferju á flot — farmanns hlíta lögum —, glaður líta bylgjubrot brims frá hvítu slögum. O Vissi ég þjóðin virti fyr vísu góða tíðum; en nú fer óður aðrar dyr út í ljóðasmíðum.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.