Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 30

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 30
30 GLÓÐAFEYKIR Samvinnuspjall i. Á síðasta aðalfundi K. S. reis úr sæti ungur nraður og átaldi hversu lítið væri að því gert, að fræða hina yngri kynslóð um samvinnunrál. Ungir menn ættu ekki margra kosta völ unr samvinnufræðslu, jafn- vel þótt nokkurn áhuga hefðu á þeinr málum. Þá nrætti nærri fara um þekkingu hinna, er létu sig þessi nrál litlu skipta. Áhugi á góð- unr nrálefnum væri sjaldan sjálfvakinn. Það þyrfti að tendra hann og glæða með lifandi fræðslu og leiðbeiningum. Þessi umkvörtun hins unga manns var á fyllstu rökum reist og raunar ánægjulegt, að hún skyldi konra franr. Forráðamenn sanr- vinnufélaganna hafa þarna sýnt æði mikið andvaraleysi. Á það jafnt við um Sambandið og kaupfélögin — flest, ef ekki öll. Sízt mæli ég sjálfan nrig undan sök, þótt lengi hafi átt sæti í stjórn kaupfélags. Samvinnuskólinn í Bifröst, sú ágæta stofnun, þar sem stórum færri komast að en vilja, veitir eigi almenningi samvinnufræðslu, enda að sjálfsögðu ekki til þess hægt að ætlast. II. Samband ísl. samvinnufélaga gefur út tímaritið Samvinnuna. Rit- ið er að sumu leyti vandað. Þar eru kvaddir á málþing ýmsir góðir menn í höfuðstaðnum til þess að fjalla um margvísleg málefni, er hátt ber hverju sinni. En þar er líka margt greina, senr fara gersam- lega fyrir ofan garð og neðan hjá þorra lesenda. Og þar er allt of mikið af argasta leirburði, sem sunrir halda víst að sé góður skáld- skapur. Ég mundi hiklaust treysta mér til þess, áttræður maður og aflóga, að fylla svo sem eitt Samvinnuhefti á einum eða tveinr dögum álíka ,,skáldskap“ — og þó skárri. Ritstjóri Samvinnunnar er ágæt- lega nrenntaður nraður. Hann skrifar oft skýrar og skorinorðar rit- stjórnargreinar, sumar næsta þarfar. En honttm eru mislagðar hend- ur um smekkvísi. Með en?u móti verður sa°t að Samvinnan sé barátturit né heldur O O

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.