Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 31

Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 31
GLOÐAFEYKIR 31 fræðslurit um samvinnumál, á borð við það sem áður var Tímarit kaupfélaganna og raunar líka hin eldri Samvinna. Það mundi og eigi heldur henta að svo stórt rit, sem Samvinnan er, sinnti þeim málum einum; slíkt mundu fáir nenna að lesa í þeirri hraðskák, sem flestir tefla við tímann nú á dögum. Hitt er jafn fjarri réttu lagi, að í tímariti, sem Samband íslenzkra sam\ innufélaga gef-ur út, sé naum- ast minnzt að nokkru gagni á samvinnumál.* Sambandið stendur að öðru riti, ásamt með Starfsmannafélagi S.Í.S. og Félagi kaupfélagsstjóra. Þetta er lítið mánaðarrit, Hlynur, „blað um smavinnumál", 16 blaðsíður hvert hefti. í ritinu birtast greinar um samvinnumál og samvinnufélög í öðrum löndum og heimsálfum, austur í Rússíá oa,- vestur í Panama oa víðar osr víðar. Þar er og lítið eitt greint frá íslenzku samvinnustarfi í máli og myndum. Hlynur er, að ég ætla, eigi í margra manna höndum, enda gersneyddur því að veita almenningi hagnýta fræðslu um samvinnu- mál; mun og einkum ætlaður, að ég hygg, starfsfólki S.Í.S. og kaup- félaganna. Samvinnutryggingar gefa út Gjallarhornið, „málgagn fyrir sam- \ innutryggingamenn". Þetta blaðkríli er góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. Þar er fjallað um tryggingamál og tryggingamenn, enda þeim einum ætlað, og kemur því eðlilega eigi að notum sem almennt samvinnublað. Nokkur kaupfélög gefa árlega út blöð eða rit, misjafnlega stór; stærst munu vera, ef ég veit rétt, Kaupfélagsritið (Kaupfél. Borgf.) og Glóðafeykir (Kaupfél. Skagf.). Ég þekki hvorki né sé þessi rit, önnur en þau, sem nafngreind voru. En gera má ráð fyrir að þar sé greint frá aðalfundum svo og sagðar fréttir, meiri eða minni, af sam- vinnustarfinu á félagssvæðinu. Þetta er gott og nauðsynlegt. Hins vegar hygg ég að þar sé eigi fyrir að fara, svo nokkru nemi, fræðandi greinum um samvinnumál, skrifuðum beinlínis í þeim tilgangi að fræða unga og eldri um menningarlega og þjóðhagslega þýðingu samvinnustefnunnar, um yfirburði samvinnurekstrar umfram önn- ur rekstrarform, um lýðræðislega uppbyggingu samvinnufélaganna, um starfsemi þeirra og innri málefni. Eigi orkar það tvímælis, að þarna er verkefni, sem nauðsyn ber til að unnið sé að meira og betur, en gert hefur verið nú um hríð. Hitt dreg ég í efa, að þorri sam- vinnumanna geri sér ljósa grein fyrir þessum sannindum. Þess er skylt að geta, að í 3. h. Samvinnunnar þ. á., birtíst góð og tímabær grein eftir Askel Einarsson undir heitinu: Samvinnuhreyfingin og byggðaþróunin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.