Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 32

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 32
32 GLÓÐAFEYKIR Nú eru upp talin þau rit, sem gefin eru út á vegum samvinnu- manna og ég man eftir í svipinn. Ekkert þessara rita fullnægir þeim kröfum um samvinnufræðslu, sem ungi maðurinn, sá er ég gat nm í upphafi, gerði — og gera ber. III. Enda þótt skráðir félagsmenn í kaupfélögum hér á landi séu furðulega margir, þá uggir mig, að sam\ innustefnan sé í nokkrum háska stödd. Ég óttast, að ítök hennar í hugum fólksins fari minnk- andi, að skilningur og þekking á eðli hennar fari þ\ errandi. Hversu margir gera sér grein fyrir því, að kanpfélögin liafa bjargað ófáum byggðarlögum frá auðn? Er almennur skilningur á þ\í, hve geysi- legan ríkan þátt, beinan og óbeinan, kaupfélögin eiga í þeim gífur- legu framkvæmdum og framförum, sem orðið hafa í sveitum lands- ins á síðustu áratugum? Hefur almenningur opin augu fyrir mikil- vaegi þess, hversu drjt'igan hlut, allt að því ómetanlegan, kaupfélögin eiga í atvinnulífi kaupstaða og kauptúna? Hve ntargir skyldu hug- leiða það, að óskiptilegar eignir félaganna verða aldrei færðar brott úr því héraði, þar sem eignanna var aflað? Hversu mörgum er það ljóst, að í samvinnufélögunum er hið fullkomnasta lýðræðisskipu- lag, sem enn er þekkt; að þar hafa allir jafnan rétt, án tillits til efna- hags; að þar er fjármagnið þjónn fólksins en ekki herra; að sam- vinnustefnan er í eðli sínu eigi aðeins viðskiptastefna, heldur og menningar- og mannbótastefna? Svona mætti lengi spyrja. Og ég óttast, að svörin kynnu því rniður að verða nokkuð á annan veg en æskilegt mætti telja — og skyldi að vísu engan undra. Kaupfélögin voru í öndverðu stofnuð af fátækum bændum sem hreint lífsbjargartæki. Þeir voru blátt áfrarn að berjast fyrir lífi sínu og sinna. Sú barátta var bæði löng og hörð, stóð í áratugi, illvíg að sama skapi. Kaupfélögin áttu í höggi við harða og volduga andstæð- inga og ekki tillitssama: Fésterka kaupmenn, innlenda og erlenda, valdamikla samkeppnispostula, óbilgjarna bankastjóra, fjöllesin blöð, sem gerðu sér lítið fyrir og þjófkenndu forráðamenn félag- anna — og er eigi langt að minnast; jafnvel sjálf stjórnarvöldin sýndu þeim á stundum alveg einstaka ósanngirni og magnaða óvild. Unr allt þetta mætti nefna átakanleg dæmi og ekki fá, þótt eigi verði gert að sinni.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.