Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 32

Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 32
32 GLÓÐAFEYKIR Nú eru upp talin þau rit, sem gefin eru út á vegum samvinnu- manna og ég man eftir í svipinn. Ekkert þessara rita fullnægir þeim kröfum um samvinnufræðslu, sem ungi maðurinn, sá er ég gat nm í upphafi, gerði — og gera ber. III. Enda þótt skráðir félagsmenn í kaupfélögum hér á landi séu furðulega margir, þá uggir mig, að sam\ innustefnan sé í nokkrum háska stödd. Ég óttast, að ítök hennar í hugum fólksins fari minnk- andi, að skilningur og þekking á eðli hennar fari þ\ errandi. Hversu margir gera sér grein fyrir því, að kanpfélögin liafa bjargað ófáum byggðarlögum frá auðn? Er almennur skilningur á þ\í, hve geysi- legan ríkan þátt, beinan og óbeinan, kaupfélögin eiga í þeim gífur- legu framkvæmdum og framförum, sem orðið hafa í sveitum lands- ins á síðustu áratugum? Hefur almenningur opin augu fyrir mikil- vaegi þess, hversu drjt'igan hlut, allt að því ómetanlegan, kaupfélögin eiga í atvinnulífi kaupstaða og kauptúna? Hve ntargir skyldu hug- leiða það, að óskiptilegar eignir félaganna verða aldrei færðar brott úr því héraði, þar sem eignanna var aflað? Hversu mörgum er það ljóst, að í samvinnufélögunum er hið fullkomnasta lýðræðisskipu- lag, sem enn er þekkt; að þar hafa allir jafnan rétt, án tillits til efna- hags; að þar er fjármagnið þjónn fólksins en ekki herra; að sam- vinnustefnan er í eðli sínu eigi aðeins viðskiptastefna, heldur og menningar- og mannbótastefna? Svona mætti lengi spyrja. Og ég óttast, að svörin kynnu því rniður að verða nokkuð á annan veg en æskilegt mætti telja — og skyldi að vísu engan undra. Kaupfélögin voru í öndverðu stofnuð af fátækum bændum sem hreint lífsbjargartæki. Þeir voru blátt áfrarn að berjast fyrir lífi sínu og sinna. Sú barátta var bæði löng og hörð, stóð í áratugi, illvíg að sama skapi. Kaupfélögin áttu í höggi við harða og volduga andstæð- inga og ekki tillitssama: Fésterka kaupmenn, innlenda og erlenda, valdamikla samkeppnispostula, óbilgjarna bankastjóra, fjöllesin blöð, sem gerðu sér lítið fyrir og þjófkenndu forráðamenn félag- anna — og er eigi langt að minnast; jafnvel sjálf stjórnarvöldin sýndu þeim á stundum alveg einstaka ósanngirni og magnaða óvild. Unr allt þetta mætti nefna átakanleg dæmi og ekki fá, þótt eigi verði gert að sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.