Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 35

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 35
GLÓÐAFEYKIR 35 í apríl og lauk úthaldstíma þeirra um það bil 12 vikur af sumri. Meðan róðrar voru stundaðir kom það fyrst og fremst í hlut kvenna og barna, að sjá um skepnuhirðingu og önnur þau störf, sem sinna þurfti heimafyrir. En þó að sjórinn færði oft drjúga björg í bú kom það fyrir, að hann heimti sinn skatt ótæpilega. Mest var þó sú blóðtaka þegar Mariana fórst, hákarlaskip frá Akureyri, en það var þá á þorskveið- um. Með henni fórust 12 menn, allir úr Fljótum. Þetta gerðist í maí. , Útifyrir var norðaustangarður. Þá fórst einnig Vonin frá Akureyri og með henni 4 menn af Höfðaströnd. Fleiri skip voru þá hætt komin. Geta má nærri hvílíkt feyki-áfall þetta hefur verið fámennu byggðarlagi. Af þessum mönnum voru 10 úr Haganeshreppi og 2 úr Holtshreppi. Og þó að lítilsvert megi kalla miðað við annað, þá mæddu svona slys að sjálfsögðu á sveitarstjórnunum. — Já, vel á minnzt, Hermann, þú hefur lengi setið í sveitarstjórn? — Nokkuð lengi, já. Þegar ég kom í Mó var hér mikill ráðamaður um sveitarstjórnarmál og hafði lengi verið Þorsteinn Þorsteinsson í Vík, þá aldraður orðinn. Hann var frá Kjörseyri í Strandasýslu. Þor- steinn hafði verið sýslunefndarmaður, hreppstjóri og oddviti. Þegar ég kom í Fljótin, var Eiríkur Ásmundsson á Reykjarhóli þó oddviti. Eg lenti í hreppsnefndinni strax fyrsta árið mitt á Mói og sat þar lengst af til ársins 1966, oft oddviti. Ég vann með Þorsteini seinustu árin, sem hann lifði, og eiginlega stuðlaði hann að því, að ég lenti í fleiri störfum en ég ætlaði. — Nú hefur þú Hermann, eins og fram hefur komið, starfað ára- tugum saman að sveitarstjórnarmálum. Hverju hefur þér nú þótt ánægjulegast að vinna að á þeim vettvangi, og hvað hefur fallið þér verst? — Já, það er rétt, að sveitarstjórnarmál geta bæði verið ánægjuleg viðfangs og öfugt. Og svo að ég svari þá fyrri lið spurningar þinnar fyrst, þá hefur mér þótt ánægjulegast að vinna að ýmsum framfara- málum, sjá þau þokast áfram og komast í höfn. Sem dæmi um þetta vil ég nefna skólamálin hér í Fljótum. Að sjálfsögðu var hér far- kennslufyrirkomulag, eins og annars staðar gerðist í sveitum. Þetta fyrirkomidag hentaði þó verr hér en víða annars staðar vegna þess, að hér eru veður oft hörð og ófærð að sama skapi, og því erfitt um heimangöngu. Kennt var í gömlu þinghúsi í Haganesvík og svo á heimilum. Okkur fannst, sumum, þörf á að breyta þessu fyrirkomu- lagi og vildum stefna að byggingu heimavistarskóla og þá við Barðs- laug, því að þar var jarðhiti, bæði til upphitunar á húsum og sund-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.