Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 37

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 37
GLOÐAFEYKIR 37 Séð úr Stifluhólum i Fljótum. ar. Ég var svo lánsamur að sjá hana í fyrsta og eina skiptið sumarið áður en henni var sökkt. Mér þótti hiin þá og þykir jafnan síðan ein hin fegursta sveit, sem ég hef augum litið. Ekki þarf að því að spyrja að ykkur Fljótamönnum hefur þótt skarð fyrir skildi, er hún fór undir vatn? — Já, Stíflan var sérstök perla hvað fegurð áhrærir, og mér er til efs hvort tilfinnanlegra var: endanleg glötun þeirrar fegurðar eða fjárhagstjónið, sem lítið sveitarfélag eins og Holtshreppurinn beið við það, að margar vildisjarðir þurrkuðust út í einu vetfangi, en að öðrum kreppti svo, að þær hafa ekki borið sitt barr. Að sjálfsögðu getur oft að því komið, að við þurfum að þræða bil beggja: náttúru- spjalla og nytsemdar, en ég dreg í efa, að eins og málum háttar í dag, hefði Stíflunni verið sökkt, en raforkuþörfin leyst eftir öðrum leið- um. — Hvað viltu segja okkur af verzlunarmálum ykkar Fljótamanna? Nú hafa Fljótin, allt fram á síðustu ár að kalla, verið einangruð sveit og skipti við fjarlægari byggðarlög og verzlunarstaði því torveld. — Já, það er rétt og þróunin í verzlunarháttum okkar Fljóta- manna hefur einmitt mótazt af þessari einangrun. Hér hafði verið útibú frá Gránufélaginu og veitti Edvald Möller því forstöðu og á undan honum Sigurður Fanndal. Fyrstur rak hér verzlun Einar B. Guðmundsson, alþingismaður á Hraunum, en hann flutti þaðan

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.