Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 38

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 38
38 GLÓÐAFEYKIR fyrir aldamót, og seldi Gránufélaginu verzlun sína. Áður var verzl- unin sótt til Hofsóss og Siglufjarðar. Þegar Gránufélagið hætti hér verzlun, tóku við Hinar sameinuðu ísl. verzlanir. Tilraun hafði verið gerð hér með stofnun kaupfélags, og var helzti forgöngumaður þess sr. Jónmundur Halldórsson á Barði. Sá rekstur lánaðist ekki. og mun honum hafa lokið 1915—1916. En hvort tveggja var, að mönnum þótti þessi verzlun ótrygg og álitu einnig, að hægt væri að reka hana á hagkvæmari hátt. Og því var það, að skömmu fyrir jól 1918 komu nokkrir menn hér saman til að ræða um stofnun kaupfélags. Kosnir voru fjórir menn úr hvorum hreppi til þess að undirbúa málið nánar. Er svo ekki að orðlengja það, að hinn 3. febrúar 1919 var félagið formlega stofnað undir nafninu Samvinnufélag Fljóta- manna. Flest heimili í Fljótum gerðust þátttakendur í félaginu þegar í uppliafi. Guðmundur Ólafsson í Stórholti vann mikið að félagsstofn- uninni, varð hann fyrsti formaður félagsins og jafnframt fram- kvæmdastjóri og gegndi því til ársins 1922, en þá fluttist hann til Akureyrar. Guðmundur var mikill athafna- og dugnaðarmaður og mikil eftirsjá að honum úr sveitinni. F.g tók \ ið störfum Guðmundar við kaupfélagið og gegndi þeim úrtakalítið í 17 ár. Þegar á fyrsta ári byggðum við sláturhús og var slátrað í því strax haustið 1919. Var þar lógað öllu sláturfé úr Fljótum og töluverðu innan úr Fells- hreppi. ETm það bil 10 árum seinna (1928) stofnuðnm við. ásamt kaupfélaginu í Hofsósi, kjötbúð í Siglufirði, en þangað seldum við mikið af kjötvörum. Tókum þar og á leigu frystihús til þess að geta geymt kjöt til vetrarins. Til stofnunar kjötbúðarinnar gripum við m. a. til þess að hafa vald á verðlaginu, en farið var að gæta undir- boða. Skuldbundu bændur sig til að skipta eingöngu við kjötbúð- ina, en við sáum hins vegar um að fullnægja eftirspurninni. Seinna komum við okkur svo upp eigin frystihúsi til geymslu á kjötforða fyrir bæjarbúa. Sömuleiðis settum við á stofn kjötvinnslu í Siglufirði og seldum vinnsluvörur hennar ekki einasta þar í bænum heldur og til Ólafsfjarðar, Sauðárkróks og víðar. Hygg ég, að við höfum, á þessu sviði, verið á undan ýmsum hinum smærri stöðum, a. m. k. Þessi rekstur gekk ágætlega eftir að á stað var komið. En árið 1965 seldum við Kaupfélagi Siglfirðinga þessi fyrirtæki okkar og má vera, að það hafi verið misráðið. — Var ekki aðstaða í Haganesvík erfið til að byrja með? — Jú, það er víst óhætt að segja það. Verzlunin var framan af til húsa í sláturhúsinu, en var svo flutt í þinghúsið yfir sláturtíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.