Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 43

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 43
GLÓÐAFEYKIR 43 verr stendur að vígi, þann, sem veikari er. Hún á að minnka aðstöðu- muninn, auka jöfnuðinn. Ég skal taka einfalt dæmi þessu til skýr- ingar: Mjólkurframleiðendur í Skagafirði eru dreifðir um allt hér- aðið. En aðstaða þeirra til þess að koma mjólkinni á vinnslustað er ekki hin sama, hvort sem þeir búa í nágrenni mjólkursamlagsins eða t. d. úti í Fljótum eða frammi í Skagafjarðardölum. Þeir síðarnefndu verða að greiða mun hærra flutningsgjald. Þetta ber kaupfélaginu að jafna. Menn eiga ekki að gjalda búsetu sinnar. Þannig er þetta á fjölmörgum sviðum. Reykjavík er aðal-höfn landsins. Þar er megn- inu af innfluttum vörum skipað upp. Síðan eru þær fluttar með bíl- um eða minni skipum rit um land. Þannig leggst margvíslegur auka- kostnaður á vörurnar og landsbyggðin borgar. Væri ekki athugandi að leggja sérstakt gjald á þá vöru, sem seld er á Reykjavíkursvæðinu og nota það til þess að greiða niður flutningskostnaðinn út um land? Ef til vill mætti líka hugsa sér mismunandi farmgjöld á vörum til landsins eftir því, hvert þær ættu að fara. Fyrir svona málum á sam- vinnuhreyfingin að beita sér. Ég held, að samvinnuhreyfingin þurfi að stórauka fræðslustarf- semi sína, ekki sízt meðal ungs fólks. Áhugaleysi um félagsmál yfir- leitt er allt of almennt. Menn þurfa að vera opnari, hreinskilnari. Það er alltaf styrkur fyrir þá, sem í forystu eru, að heyra álit félags- mannanna, viðurkenningu eða aðfinnslur eftir atvikum. Afskipta- leysið er skaðlegt, bæði fyrir hinn almenna félagsmann og forystu- mennina. Samvinnuhreyfingin er jafn þýðingarmikil nri og áður, en það þarf að nota úrræði stefnunnar meira en gert er og á fleiri svið- um. Ef við aukum fræðslu um samvinnumál, jafnframt því sem hreyfingin gengur á undan með að jafna aðstöðu og kjör þegnanna, þá finnur fólkið fyrir tengslunum við hana og skilur þýðingu henn- ar, eins og það gerði áður. Og enn eitt: Ég tel að útsvör á kaupfélögin ættu að vera „héraðs- útsvör" og skiptast á milli sveitarfélaganna t. d. eftir félagsmanna- tölu. — Við hófum nú þetta síðara samtal okkar á því að ræða um Fljótin og atburði þar. Færi ekki vel á að enda það með því, að hverfa til upphafsins og víkja aftur heim í Fljótin? Ég þarf víst ekki að spyrja um það, að þér hafi líkað vel að búa hér í Fljótunum, úr því að þú hefur unað hér í hálfan sjötta áratug? — Já, ég hef kunnað vel við mig hér og fallið vel við Fljótamenn. Þeir eru drengskaparmenn, duglegir, samvinnuþýðir og hafa alltaf staðið vel að baki þeim mönnum, sem þeir hafa eflt til áhrifa. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.