Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 50

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 50
50 GLÓÐAFEYKIR Þetta sögðu þeir - Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands: „Starfandi og skapandi er maðurinn fegurstur og um leið ham- ingjusamastur." Hermann Jónasson, fyrrverandi forsœtisráðherra: ,,Hið dásamlega við lífið er það, að hagur og gæfa einstaklinganna og þjóðfélagsins fara saman. Þróttmikill og ábyrgur einstaklingur, sem heyr lífsbaráttuna með elju og karlmennsku, er hollur þegn í sínu þjóðfélagi. Og hann er jafnframt hollur sjálfum sér, því að gæf- una er hvergi að finna nema í vinnu og baráttu. Sá, sem hefur allt til alls og þarf ekkert fyrir því að hafa, verður aldrei hamingjusamur. Lífshamingjan er í því fólgin, að erfiða og sigrast á erfiðleikunum og jafnvel bíða annað slagið ósigur, — því meiri og hreinni verður gleðin yfir sigrinum; sólskinsdagar eru okkur gleðistundir, vegna að við höfum dimman vetur. . . .“ „Af þessum ástæðum er okkur það mikil nauðsyn að forða þjóð- félaginu frá þeirri glötun, að fleiri og fleiri þegnar leiti gæfunnar í athafnaleysi, ábyrgðarleysi og þægindum. Skemmtanir og þægindi eru vissulega nauðsyn og blessun, en aðeins sem endurgjald og h\ íld fyrir erfiði og athafnir. Við verðum að miða uppeldi okkar við það, að sem flestir nemi þau lífssannindi, að það er, þegar allt er grand- skoðað, engin sannari gleði til en vinnugleðin: Að leggja frá sér vinnu að kveldi hæfilega þreyttur og horfa yfir vel unnið dagsverk, hvort sem vinnudagurinn hefur verið 10 stundir eða lieil manns- ævi.“ Magnús Kjartansson, ráðherra: . . Þegar við ræðum um velferð, skulum við ævinlega minnast þess, að vinnan er sjálfur kjarni mannlegs lífs, og eigi fólk að njóta lífshamingju, verður það að njóta vinnu sinnar. Það er rangsnúin túlkun á mannlegu lífi, að vinnan sé áreynsla og böl, sem eigi að tryggja mönnum fjármuni til þess að njóta lífshamingju sem auka- getu utan vinnustaðar og eftir vinnutíma. Raunveruleg lífshamingja

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.