Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 51
GLÓÐAFEYKIR
51
fæst því aðeins, að vinnan sjálf verði hluti af henni, að hún reyni á
líkamlega og andlega hæfileika fólks, að hún veki skapandi öf 1
manna, tendri ímyndunarafl þeirra, fái þá til að einbeita kröftum
sínum. Einnig á þessu sviði verður velferðin, hin andlegu sjónarmið,
að koma í stað kaldra hagfræðilögmála.“
Sigurður Markússon, framkvœmdastjóri:
„Saga íslenzkra sveita er í rauninni persónusaga. Hún er saga
þeirra manna, sem með varðstöðu sinni á ýmsum sviðum þjóðlífsins
hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera landið betra, fegurra. Ævi-
starf þeirra er uppistaðan í vef sögunnar, eins og hún gerist á hverj-
um tíma. Án þeirra yrði engin saga. Án þeirra mundi dreifbýlið
leggjast í auðn.“
Snorri Sigfússon:
„Það er órækt í því aldarfari, sem gleymir að þakka það sem vel
er gert.“
Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup:
„. . .En sá einn gengur á vit framtíðar, sem man og metur gengin
spor.“