Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 55

Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 55
GLÓÐAFEYKIR 55 freyja í Reykjavík, nú á Sauðárkróki; Sigmundur, sjómaður í Kefla- vík; Sigurlaug, húsfreyja í Hólakoti; Kristján, stucf. mag., kennari í Reykjavík. Eiríkur Sigmundsson var í hærra meðallagi, liðlega vaxinn, hvat- ur í hreyfingum og skjótur í öllum viðbrögðum; fríðleiksmaður sem þau systkini öll, s\ ipurinn heiður og hreinn. Hann var ákafamaður, harðskarpur til allrar vinnu og ætlaði sér ekki af; galt hann þess sár- lega á síðustu árum í missi heilsu og vinnuþreks, lá síðast á sjúkra- húsi sumarlangt. Eiríkur var einstakur fjörmaður, ljúfur í geði og glaðvær, hverju sem fara gerði, vinsæll maður og öðlingur. Kristján Árnason, fyrrum bóndi á Krithóli á Neðribyggð og víðar, lézt þ. 18. okt. 1964. — Hann var fæddur á Gili í Svartárdal vestra 5. júlí 1885, sonur Árna bónda á Víðimýri og síðar í Hlíðarseli á Skörðum, Jónssonar bónda og skálds á Víði- mýri, Arnasonar, og konu hans Ingibjargar Björnsdóttnr bónda í Mælifellsárseli og \ íðar, Finnbogasonar, en kona Björns vai Anna Sigurðardóttir bónda í Holtsmúla, Sigurðssonar. Var Kristján albróðir Björns á Krithóli, sjá Glóðafeyki 1969, 9. hefti, bls. 54. Kristján óx upp með foreldrum sínum til 10 ára aldurs, er hann missti föður sinn, og síðan með móður sinni og stjúpföður, Jóni Eyjólfssyni, en þau fóru að búa á Krithóli 1896. Laust fyrir fermingaraldur mun hann hafa farið til síra Sigfúsar Jónssonar, föðurbróður síns, er þá hélt Hvamm í Laxárdal ytra, og síðan flutzt með honum að Mælifelli, aldamótaárið, og verið þar um hríð. Réðst til náms í Olafsdalsskóla um tvítugsaldur og lauk þaðan búfræðiprófi. Arið 1912 kvæntist Kristján Ingibjörgu Jóhannsdóttur bónda í Saurbæ á Xeðribyggð, alsystur Jóhönnu, konu Jóhannesar Sigvalda- sonar, sjá Glóðafeyki 1970, 11. hefti, bls. 65 og ennfremur 8. hefti (1968), bls. 89. Þau hófu bt'iskap á Krithóli 1913 og bjuggu þar til 1922, þá I ár í Efra-Lýtingsstaðakoti (nú Tunguhlíð), í Stapa 1923— 1929, aftur í Efra-Koti 1 ár, fóru þá í húsmennsku að Lýtingsstöðum; bjuggu í Hamarsgerði á Fremribyggð 1931 — 1939, og loks í Hvamm- koti í Tungusveit 1939—1943, er þau brugðu búi eftir mikinn hrak- hólabúskap. Fóru í húsmennsku að Saurbæ, voru þar um skeið og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.