Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 55
GLÓÐAFEYKIR
55
freyja í Reykjavík, nú á Sauðárkróki; Sigmundur, sjómaður í Kefla-
vík; Sigurlaug, húsfreyja í Hólakoti; Kristján, stucf. mag., kennari í
Reykjavík.
Eiríkur Sigmundsson var í hærra meðallagi, liðlega vaxinn, hvat-
ur í hreyfingum og skjótur í öllum viðbrögðum; fríðleiksmaður sem
þau systkini öll, s\ ipurinn heiður og hreinn. Hann var ákafamaður,
harðskarpur til allrar vinnu og ætlaði sér ekki af; galt hann þess sár-
lega á síðustu árum í missi heilsu og vinnuþreks, lá síðast á sjúkra-
húsi sumarlangt. Eiríkur var einstakur fjörmaður, ljúfur í geði og
glaðvær, hverju sem fara gerði, vinsæll maður og öðlingur.
Kristján Árnason, fyrrum bóndi á Krithóli á Neðribyggð og víðar,
lézt þ. 18. okt. 1964. — Hann var fæddur á Gili í Svartárdal vestra
5. júlí 1885, sonur Árna bónda á Víðimýri og síðar í Hlíðarseli á
Skörðum, Jónssonar bónda og skálds á Víði-
mýri, Arnasonar, og konu hans Ingibjargar
Björnsdóttnr bónda í Mælifellsárseli og
\ íðar, Finnbogasonar, en kona Björns vai
Anna Sigurðardóttir bónda í Holtsmúla,
Sigurðssonar. Var Kristján albróðir Björns
á Krithóli, sjá Glóðafeyki 1969, 9. hefti,
bls. 54.
Kristján óx upp með foreldrum sínum til
10 ára aldurs, er hann missti föður sinn, og
síðan með móður sinni og stjúpföður, Jóni
Eyjólfssyni, en þau fóru að búa á Krithóli
1896. Laust fyrir fermingaraldur mun hann
hafa farið til síra Sigfúsar Jónssonar, föðurbróður síns, er þá hélt
Hvamm í Laxárdal ytra, og síðan flutzt með honum að Mælifelli,
aldamótaárið, og verið þar um hríð. Réðst til náms í Olafsdalsskóla
um tvítugsaldur og lauk þaðan búfræðiprófi.
Arið 1912 kvæntist Kristján Ingibjörgu Jóhannsdóttur bónda í
Saurbæ á Xeðribyggð, alsystur Jóhönnu, konu Jóhannesar Sigvalda-
sonar, sjá Glóðafeyki 1970, 11. hefti, bls. 65 og ennfremur 8. hefti
(1968), bls. 89. Þau hófu bt'iskap á Krithóli 1913 og bjuggu þar til
1922, þá I ár í Efra-Lýtingsstaðakoti (nú Tunguhlíð), í Stapa 1923—
1929, aftur í Efra-Koti 1 ár, fóru þá í húsmennsku að Lýtingsstöðum;
bjuggu í Hamarsgerði á Fremribyggð 1931 — 1939, og loks í Hvamm-
koti í Tungusveit 1939—1943, er þau brugðu búi eftir mikinn hrak-
hólabúskap. Fóru í húsmennsku að Saurbæ, voru þar um skeið og