Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 57

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 57
GLÓÐAFEYKIR 57 var trygglunduð og vinföst, gædd mikilli skapfestu, miklu þreki, andlegu og líkamlegu, valinkunn sæmdarkona. Guðvarður Sleinsson, fyrrum bóndi á Kleif á Skaga og víðar, lézt þ. 31. janúar 1965. — Hann var fæddur í Kleifargerði á Skaga 10. sept. 1891. Voru foreldrar hans Steinn Vigfússon og Ingibjörg Guð- varðardóttir, ættuð tir Fljótum. Mun Guð- varður lítt liafa verið samvistum við for- eldra sína á æskuárum, en alizt upp að mestu hjá vandalausum á ýmsum bæjum í Skefiisstaðahreppi, þar sem hann dvaldisi fram yfir tvítugsaldur. Hann stofnaði heim- ili í Reykjavík árið 1921, en hvarf þaðan lil Sauðárkróks 1926. Árið 1935 flutti hann svo aftur út í Skefilsstaðahrepp, fyrst að Hvammi og síðan að Selá, jrar sem hann bjó 1936—1943. F.ftir það fór hann byggðum suður á land og dvaldist þar á ýmsum stöð- um unz hann hvarf aftur hingað norður í átthagana, hóf búskap á Kleif 1954 og bjó þar til 1962, er hann brá búi, fór til barna sinna og dvaldist hjá þeim til skiptis það sem eftir var ævinnar. A dvalarárum sínum syðra, bæði fyrr og síðar, stundaði Guðvarð- ur sjómennsku, var jafnan vélstjóri hin síðari árin. ,,Þá var hann og einn af fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta vörubílinn til Sauðárkróks árið 1926. Stundaði hann akstur á þeim bíl árin, sem hann var búsettur þar.“ (Gunnst. Steinsson). Guðvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Helga- dóttir frá Isafirði. Hún dó úr spænsku veikinni 1918, eftir mjög skamma sambúð þeirra hjóna. Þau áttu ekki börn. Seinni kona Guð- varðar var Bentina Þorkelsdóttir, ættuð úr Reykjavík. lJörn þeirra eru 13: Þorkell, bílstjóri í Reykjavík; Halldóra, lnisfreyja í Hafnar- firði; Mikael, bílstjóri í Hafnarfirði; Gyða, húsfreyja á Hvalnesi á Skaga; Maria, húsfreyja í Reykjavík; Pétur, bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd; Jónas, listmálari, búsettur í Hafnarfirði; Gunnar, bóndi á Skefilsstöðum á Skaga (drukknaði 8. maí 1973); Sigurbjörg, húsfreyja í Reykjavík; Stella, húsfreyja í Reykjavík; Erla, húsfreyja í Lágmúla á Skaga; Jóhannes, sjómaður í Stykkishólmi, Gerður, hús- freyja á Akureyri. Dóttur átti Guðvarður milli kvenna, Guðrúnu, húsfreyju í Guthmrður Strinsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.