Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 61

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 61
GLÓÐAFEYKIR 61 Framnesi 1888 og loks að Retu 1890. Arið 1918 réðst hann ráðs- maður til húsfreyjunnar í Beingarði, Guðrúnar Jónsdóttur, er misst hafði sambýlismann sinn, Jónas Árnason, þá um vorið. Breytti hann ekki um bólfestu eftir það. Arið 1919 gekk Páll að eiga heimasætuna í Beingarði, Guðnýju (f. 8. okt. 1897) Jónas- dóttur Arnasonar, bónda á Þverá í Blöndu- hlíð, Arnasonar, og bústýru hans, Guðrún- ar Jónsdóttur, sunnlenzks manns að ætt, tiíslasonar, er þar höfðu búið frá 1905. Þau Páll og Guðný tóku við búi í Beingarði sama ár og þau giftust, og bjuggu þar alla stund síðan til æviloka Páls, síðustu árin ásamt með Boga syni sínum. Farnaðist þeim vel og bjuggu \ ið góðan kost, enda hyggin bæði og dugmikil í bezta lagi. Biirn þeirra hjóna eru 3: Jónas, sálfræðingur í Reykjavík; Helga, húsfreyja í Keflavík suður og Bogi, bóndi í Beingarði; er Guðný, móðir hans fyrir frarnan stokk hjá honum. Páll í Beingarði var meðalmaður á vöxt, grannleitur, glaðlegur á s\ ip. Hann var hugþekkur maður, geðprúður, viðræðugóður, hýr og notalegur og lék á als oddi í kunningjahópi. Hófsamur var hann um alla hluti, vel gefinn um margt en hafði sig lítt í frammi, undi við ábýli sitt og unni þ\ í. Hann \ar laginn hestamaður sem j>eir frænd- ur fleiri. og átti um skeið allmargt hrossa, þótt aldrei ræki hann stórt bú. Páll Björnsson var bústjórnarmaður og bóndi í rösklega hálfa öld, farsæll og bjargálna bóndi. Hann var samgróinn sveit og umhverfi, stóð styrkum og djúpunr rótum í þeim jarðvegi, sem hann var vax- inn úr. Sigurður Jónsson, bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal, lézt |r. 7. apríl 1965. — Hann var fæddur að Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 4. nóv. 1882. Foreldrar: Jón bóndi þar og síðar á Skiifsstöðum Sigurðsson. síðast bónda á Ytri-Hofdölum, Jónssonar bónda þar. Hafliðasonar, og kona hans Guðrún Ásgrímsdóttir bónda í Neðra-Ási í Hjaltadal, Árnasonar prests á Tjörn, Snorrasonar, en kona Ásgríms og móðir Guðrúnar var Þórey Þorleifsdóttir frá Pálmholti. „Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, fyrsta misserið á Hof- dölum og síðan á Skúfsstöðum. Snemma kom í ljós að hann var Páll Björnsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.