Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 63

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 63
GLOÐAFEY KIR 63 Hvammkoti og víðar á Skaga, Skúlasonar, og konu hans Goðmundu Sigmundsdóttiir verzlunarstjóra og bónda á Ljótsstöðum á Höfða- strönd, Pálssonar hreppstjóra og bónda í Viðvík, Jónssonar, og konu hans Margrétar Þorláksdóttur bónda að Vöglum á Þelamörk, Þorlákssonar bónda og dbrm. að Skriðu í Hijrgárdal. Páll var yngstur fjögurra systkina, er ól- ust upp með foreldrum sínum unz faðir þeirra dó árið 1901, er Páll var tæplega 8 ára gamall. Sundraðist þá heimilið. Fylgdi Páll móður sinni eftir og fyrst í Grafarós, síðan voru þau lengi til heimilis í Hofsósi og Gröf á Höfðastrijnd og víðar. Fylgdust þau jafnan að, mæðginin, og loks til Sauð- árkróks, þar sem heimili Páls stóð æ síðan; þar lézt Goðmunda háöldruð árið 1949. Páll stundaði sjóinn frá 16 ára aldri, bæði á Skagafirði og Eyja- firði, m. a. frá Dalvík um skeið. Skömmu eftir að til Sauðárkróks kom hvarf hann frá sjómennsku, stundaði þá um hríð bifreiða- akstur, dráttarvélavinnu o. fl.; bilaðist í baki er hann vann við hafn- argerð 1933, og þoldi eigi áreynsluvinnu eftir það. Var um skeið gæzlumaður við frystivélar, hafði á hendi umsjón samkomuhússins Bifrastar og sá um veitingasölu þar, tók að sér brúarvörzlu o. fl. Er reistur var á Sauðárkróki nýr barnaskóli 1947, gerðist Páll húsvörð- ur skólans og gegndi því starfi til 1959, er hann þraut heilsu og þrek, þótt fótavist hefði lengstum. Arið 1927 kvæntist Páll Pdlinu Bergsdóttur, alsystur Sigvalda Bergssonar, sjá þátt um hann í 12. hefti Glóðafeykis 1971, bls. 64. 5 voru börn þeirra hjóna: Ingibjörg, húsfreyja í Reykjavík; Sigtrygg- ur, rafvirki, lézt 1964 (sjá 13. hefti Glóðafeykis 1972, bls. 66); Sig- mundur, húsasmiður á Sauðárkróki; Jóhanna, húsfreyja í Keflavík suður; Bragi, húsasmiður í Keflavík. Páll var gildur maður á vöxt og myndarlegur hvar sem á var litið. Hann var vel greindur, prriður maður að allri gerð, ljúfur og glaður í viðmóti, viðkvæmur og hlýr í geði, stilltur vel og skipti sjaldan skapi. Hann var vintryggur og mikill trúleiksmaður, átti sér engan óvildarmann, enda drengur hinn bezti og hvers manns hugljúfi. Páll Þorgrimsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.