Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 64
GLÓÐAFEYKIR
(»1
Jóhanti Jónsson, bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd, lézt af slys-
förum þ. 14. maí 1965. - Hann var fæddur á Sauðárkróki 2. ágúst
1908, sonur Jóns tómthúsmanns þar, Sigfússonar grenjaskyttu 09,
bónda í Hringey í Hólmi, Jónassonar
bónda á Grófargili, Sigfússonar, og ráðs-
kouu hans Guðnýjar Jónsdóttur.
Jón missti föður sinn er hann var þriggja
ára gamall. Fór þá móðir hans 1 vinnu
mennsku og hafði eitt barnanna á sínum
snærum, eu hinum var komið fyrir h já
vandalausum. Fór Jóhann að Litlu-Gröf á
Langho’.ti og var þar frarn um tvítugsaldur.
Þá fór hann í vist til Ólafs föðurbróður síns
í Álftagerði og síðan að Ytra-Vallholti. Þar
var og í vist frændkona hans, Sesselja Olafs-
(lóllir frá Alftagerði. Bundust þau hjúskap-
arböndum og settu saman bú í Litladal í Blönduhlíð 1935, bjuggu
þar til 1947, en fluttu þá búferlum að Daðastöðum og bjuggu þar
síðan til æviloka Jóhanns.
Af 5 börnurn þeirra hjóna komust 4 upp: Bragi, bóndi á Daða-
stöðum (nii verkamaður á Sauðárkróki); Guðný, húsfreyja í Hofsósi;
Maria, húsfreyja á Sauðárkróki, og Sigríður, í foreldrahúsum (nú
húsfreyja á Sauðárkróki).
Jóhann á Daðastöðum var meðalmaður á vöxt og þó uaumlega,
þéttur á velli. Hann var hógvær rnaður og hávaðalaus, alúðlegur í
viðmóti og vingjarnlegur, gestrisinn og glaður heim að sækja. Hann
var mikill dýravinur, lét sér annt um allar skepnur og liugsaði vel
um þær. Hann var tímum saman þjáður af nokkrum vanheilindum
og sótti þá að honum þunglyndi á köflum. Háði sá andlegi heilsu-
brestur honum tilfinnanlega, þótt eigi væri vanheill líkamlega.
Jónas Jónasson, skáld, fyrrum bóndi á Syðri-Hofdölum, lézt þ. 22.
dag ágústmán. 1965. - Hann var fæddur að Tyrfingsstöðum á Kjálka
13. nóv. 1879. Foreldrar: Jónas bóndi á Tyrfingsstöðum, síðar í Úlfs-
staðakoti (nú Sunnuhvoll) og Miðsitju í Blönduhlíð, Jónasson,
bónda í Stóru-Brekku á Höfðaströnd, Gunnlaugssonar bónda í Sanr-
bæjargerði í Hörgárdal, Jónssonar, og kona hans Katrín Hinriks-
dóttir á Breið í Tungusveit, Rafnssonar. Var anuna hennar og al-
nafna, Katrín Hinriksdóttir, alsystir Hinriks, föður Jóns skálds á
Arnarvatni, föður Jóns í Múla, Sigurðar á Arnarvatni og þeirra syst-
Jóliaini Jónsson