Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 65
GLOÐAFEYKIR
65
kina. „Kemur skáldaæðin mjög sterkt fram í þeirri ætt víða og ekki
ólíklegt, að þangað hafi Jónas sótt skáldgáfuna." (Sr. I>. Steph.).
Jónas ólst upp með foreldrunr sínum fram um 12 ára aldur. Fór
þá léttadrengur að Vindheimum, en hús-
freyjan þar, Guðbjörg Sigurðardóttir, kona
Eyjólfs Jóhannssonar, \ ar móðursystir hans
(hálfsystir). Á Vindheimum var mikið
menningarheimili og bókakostur allgóður.
Xaut Jónas þess í ríkum mæli, enda
snemma hneigður til bókar. Er birtu þraut
í skammdegi vetrar og honum þótti ljós-
metið af skornum skammti, brá hann á það
ráð að steypa sér kerti rir tólginni, sem
skömmtuð var til viðbits, og fékk þannig
nokkuð drýgt þær stundir, er hann gat
helgað áskapaðri lestrarfýsn.
Jónas var af fátækum kominn og því borin von, að fullnægt fengi
menntaþrá sinni. Hann brauzt þó í að afla sér búfræðimenntunar í
Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1899. Xæstu árin þrjú stundaði hann
jarðabótavinnu og kaupavinnu vor og sumar, en barnakennslu um
vetur — og fórst allt vel. Hann var mikill þrekmaður og frábær
afkastamaður við öll verk, sláttumaður einn hinn mesti, ágætur
kennari.
Jónas kvæntist árið 1902 Önnu Jónsdóttur bónda á Þorleifsstöðum
í Blönduhlíð, Gíslasonar, og síðari konu hans H(')lmfríðar Skiila-
dóttur bónda á Krossi í Óslandshlíð og víðar, Gíslasonar hreppstjóra
í Hofstaðaseli, Árnasonar, en kona Skúla og móðir Hólmfríðar var
Anna Hinriksdóttir. Var Anna, kona Jónasar, hálfsystir Jóns á
Höskuldsstöðum, samfeðra, eiginmanns Jóhönnu Eiríksdóttur, sjá
þátt unt hana í 7. hefti Glóðafeykis 1967, bls. 33.
Anna Jónsdóttir var mikil gáfukona og dugnaðar og betur að sér
til munns og handa en þá var algengast um ungar stúlkur. Reistu
þau hjónin bú í Grundarkoti í Blönduhlíð árið 1903 og bjuggu þar
til 1907, þá á Uppsölum til 1912, á Vöglum til 1918, á Óslandi í
Óslandshlíð til 1923. Þá fóru þau hjón byggðum að Syðri-Hofdölum
og bjuggu þar til 1936, er þau brugðu búi og hurfu til Sauðárkróks,
þar sem þau áttu heima til æviloka. Var Jónas jafnan kenndur við
Hofdali á efri árum.
Jónas stundaði verkamannavinnu fyrstu árin á Sauðárkróki og
átti skepnur, en gerðist síðan varðmaður við Grundarstokksbrú og