Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 66

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 66
fif) GLOÐAFEYKIR gegndi því starfi til 1955, en taldi sér þá ekki endast þrek til þess lengur, enda hálfáttræður orðinn og hafði lengi þjáðst af liðagigt. \'ar æði oft gestkvæmt í brúarskýlinu hjá fónasi, bæði af háum og lágum, bæði af innanhéraðsmönnum og utan, því að maðurinn var vinsæll og víðkunnur, hrókur alls fagnaðar, orðsnjall og afburða skemmtilegur. Jónas missti Önnu konu sína 19. des. 1960. Þeim hjónum fæddust 5 dætur: Þórdis, húsfreyja á Sauðárkróki, dáin 1942: Hólmfriður, húsfreyja á Sauðárkróki; Artifriður, húsfreyja á Þverá í Blöndu- hlíð. Jónas frá Hofdölum var mikill nraður \exti og karlmenni til burða. Hann var dökkur á yfirbragð, brúnamikill, stórskorinn nokkuð, svipfríður og fagureygur. Allur var maðurinn þvílíkur, að eftir honum var tekið. Hann var skarpgáfaður, tilfinningaheitur, svipur og augnafar sem opin bók, skýrt mótað af því, sem hæst bar í huganum hverju sinni: Ásjónan broshýr og hlæjandi, er fjör og galsi var á ferðum, íhugul og dreymin, er glímt var við alvarlega hluti og æðri rök; ljómandi af aðdáun, er hann fór með fagran og stórbrotinn skáldskap; angurvær og hlý, er hugurinn hvarflaði að mannlegri sorg, bágindum og böli. Og allt féll í einn farveg: geð- brigði, svipbrigði, raddbrigði. Jónasi Jónassyni nýttist vel sú undirstaða menntunar, er hann hlaut í Hólaskóla. Hann notaði hverja stund, er gafst, til þess að hlaða ofan á þá undirstöðu. Hann hafði Norðurlandamálin á valdi sínu. Hann las bókmenntir og skáldskap, innlendan og erlendan. Sérstaklega urðu honum norskar bókmenntir hugfólgnar. Hann þýddi norsk kvæði, m. a. eftir Ivar Aasen, Henrik Ibsen og Per Sivle - og þýddi vel. Því að fónas var skáld, þótt eigi gæfi hann út ljóða- safn, sem nú er alsiða meðal þeirra, sem minni eru skáld en hann var. Kvæði hans nokkur, frumsamin og þýdd, komu í blöðurn og tímaritum svo og í Skagfirzkum Ijóðum, en langmest er óprentað. Jónas var karlmenni. Þess bar skáldskapur hans ljósan vott. Hann var andlega skyldur Grími Tliomsen og Stephani G., enda las hann ttpp kvæði þeirra með eftirminnilegum hætti. Arni Sveinsson, áður bóndi á Kálfsstöðum í Hjaltadal, lézt þ. 23. okt. 1965. — Hann var fæddur á Skatastöðum í Austurdal 30. okt. 1892. Foreldrar: Sveinn bóndi á Skatastöðum, fræðimaður og kenn- ari, Eiríksson, bónda þar, Eiríkssonar hreppstjóra í Héraðsdal, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir bónda á Hofi í Vesturdal, Hannes-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.