Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 68
68
GLÓÐAFEYKIR
sinni og kristnum dómi heilum huga. Árni Sveinsson var gæða-
drengur, viðkvæmur og hlýr í geði og einstakt ljúfmenni. Hann var
barnelskur með afbrigðum, stundaði barnakennslu um hríð og fórst
ágætlega; æskan hændist að honum senr eldri bróður. Hann vildi
hlúa að því, sem gott var og fagurt, svo í sálu barns sem í skauti
jarðar. Hann var sonur vors og gróanda.
Árni á Kálfsstöðum var fátækur framan af árum. En er fram liðu
stundir og atorkusöm börn uxu úr grasi, gekk hagur þeirra hjóna
vel fram. Var þó miklu til kostað um ræktun og byggingar, svo að
jörðin tók stakkaskiptum. Mun Árna eigi hafa verið það sársauka-
laust, að hverfa frá óðali sínu, öldnum að árum en ungum í anda,
enda átti hann þá og skannnt eftir ólifað.
Hallfriður Jónsdóttir. hjúkrunarkona á Sauðárkróki, lézt þ. 24.
okt. 1965. — Hún var fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð 20. maí 1893.
Voru foreldrar hennar hjónin Jón bóndi þar Pálmason, bónda á
Bessastöðum í sömu sveit, Guðmundssonar
bónda á Hrafnagili á Laxárdal ytra, Jóns-
sonar, og Guðbjörg Siilvadóttir hreppstjóra
og bónda í Skarði, Guðmundssonar bónda
þar, Björnssonar, en móðir Guðbjargar og
seinni kona Sölva var Guðrún Ólafsdóttir
bónda á Bólstað í Steingrímsfirði, Jóns-
sonar.
Hallfríður fæddist upp með foreldrum
sínum á Auðnum. Um fermingaraldur
missti hún föður sinn; dvaldist með móður
sinni, er hélt búi á jörðinni til 1912. Á því
ári giftist hún Þórarni Sigm jánssyni bónda
á Bessastöðum, Jónssonar hreppstjóri á Hóli í Sæmundarhlíð, Jóns-
sonar, og konu hans Bjargar Runólfsdóttur bónda í Meðalheimi á
Ásum vestra, Jónssonar. Reistu þau bú á Sæunnarstöðum í Hallár-
dal, en bjuggu þar skamma hríð, fluttust aftur norður hingað og
fyrst að Geirmundarstöðum, fóru að búa á Auðnum 1915 og bjuggti
þar 5 ár, þá í Vík 1920—1922, en brugðu þá búi og slitu samvistum.
Börn þeirra hjóna voru 6: Sigriður, látin; Guðbjörg, húsfreyja á
Sauðárkróki; Sigurbjörg, húsfreyja í Reykjavík; Jón, verkamaður á
Sauðárkróki; Ragnar, verkamaður í Reykjavík; Þórarinn, rafvirki á
Hvanneyri í Borgarfirði.
Ævistarf Hallfríðar Jónsdóttur var fórnarstarf og þjónustu. Hún
Hallfriður Jónsdóttir