Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 71

Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 71
GLÖÐAFEYKIR 71 formaður Ung-mennafélagsins Tindastóls og einnig formaður Ung- mennasambands Skagafjarðar nokkur ár; síðar heiðursfélagi beggja þessara félagssamtaka. Valgarð gerðist frumherji um flugmál í hér- aðinu og forgöngumaður flugvallargerðar á Sauðárkróki. Varð umboðsmaður Flug- félags íslands og flugvallarstjóri, er félagið hóf, fyrst og fremst fyrir atbeina hans, fast- ar áætlunarferðir til Sauðárkróks. H\arf hann þá frá fyrri störfum flestum, en helg- aði flugmálunum krafta sína. Og í þágu þeirra mála var hinzta förin farin. Valgarð Blöndal \ar félagslyndur fram- faramaður. Hann var ótrauður stuðnings- maður ýmissa félagssamtaka í bæ og sýslu, er fram horfðu, og tók beinan þátt í starfi þeirra margra. Hann og bæði þau hjón studdu með ráðum og dáð leikstarfsemi á Sauðárkróki og léku sjálf árum saman með þeim ágætum, að enn er til jafnað. A Jónsmessudag 1926 gekk Valgarð að eiga Jóhönnu Árnadóttur hreppstjóra á Geitaskarði í Langadal, Þorkelssonar bónda á Skegg- stöðum í Svartárdal, Þorkelssonar, og konu hans Hildar Sveinsdótt- ur bónda á Gunnfríðarstöðum á Ásum, Arasonar. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki var mikið myndarheimili og menningar, hlý- legt, glaðvært, greiðasamt með afbrigðum. Um árabil ráku þau gistihús og greiðasölu við þvílíkan orðstír, er beztur mátti verða. Þar leið hverjum manni vel, enda bóndinn og húsfreyjan samvalin um höfðingslund og hlýju í öllu viðmóti. Árum saman bjuggu þar sýslunefndarmenn flestir, meðan sýslufundur stóð, viku eða lengur. Þá var oft glatt á hjalla á þessu stóra heimili. Það var heimili frekar en hótel. Þau Valgarð og Jóhanna eignuðust 5 börn. Elzta barnið, Kristján, misstu þau frumvaxta 1956. Börn þeirra önnur eru: Árni, bóksali, umboðsmaður Flugfélags íslands á Sauðárkróki; Hildur, húsfreyja í Hveragerði; Álfheiður, hrisfreyja í Fairbanks í Alaska; Auðunn, hris- gagnasmiður í Reykjavík. Valgarð Blöndal var gildur maður á velli, fríður ásýndum, föl- leitur og sléttfarinn, svipurinn heiður, hlýr og góðlegur. Hann var ágætlega greindur og fjölgefinn, skáldmæltur vel, þótt eigi væri á almanna \ itorði, málhagur, söngvinn í bezta lagi, enda söngfélagi í hinum forna og fræga Bændakór Skagfirðinga. Hann unni og dáði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.