Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 72
GLOÐAFEYKIR
alla fegurð, í hverri mynd sem var. ETm Valgarð lék jafnan sólskin,
hlýja og heiðríkja. Hann bjó yfir mikilli alvöru. Þó var hann gleði-
maður, fæddur húmoristi, og beitti ósjaldan sinni einstæðu, græsku-
lausu kímnigáfu með þeim hætti, að stórskennntilegt var á að hlýða
— og horfa. Hann var hispurslaus og barnslega einlægur, laus > ið
alla uppgerð, alla fordild, allan hégóma. Hann vildi hverjum manni
vel og mátti ekkert anmt sjá.
Valgarð Blöndal var ekki annmarkalaus frekar en aðrir menn.
Hann bergði um eitt skeið á bikar dýrra veiga og gretti þá ekki alltaf
hins gullna hófs. En sami \ ar hann Ijúflingurinn, hvernig sem á stóð.
Hann var öðlingsmaður, sem öllum þótti vænt um.
Lára Jónsdóttir, húsfreyja í Dæli í Sæmundarhlíð, lézt þ. 3. nóv.
1965. — Hún var fædd á Neðri-Bakka i Úlafsfirði 31. júlí 1903, dóttir
Jóns bónda þar Guðmundssonar og konu hans Guðnvjar Jónsdótt-
ur. Föður sinn missti hún tveggja ára
gömul, fór þá með móður sinni og systrum
fram í Eyjafjörð, ólst þar upp lijá vanda-
lausunr, lengst í Gullbrekku, og leið þar
vel. Um tvítugsaldur giftist hún Ólafi Cwiið-
mundssyni frá I.eyningi í Eyjaíirði. Hófu
þau búnað þar í Leyningi árið 1925, en
bjuggu skamma hríð, slitu samvistum 1929.
Fór þá Lára í vist að Staðarhóli í Siglufirði
með börn þeirra tvö. Þar kynntist hún
Baldvin Jóhannessyni frá Siglunesi. Þau
fluttust hingað til Skagafjarðar 1931 og
fyrst að Reynistað; voru í húsmennsku í
Hvammsbrekku og Glæsibæ næstu ár, einnig á Eiríksstöðum, hús-
mennskubýli hjá Vík. Þau giftust 1933. Árið 1935 keyptu þau jörð-
ina Dæli, reistu þar bú og bjuggu þar upp þaðan, síðustu árin ásamt
nreð Jóni syni sínum.
Með fyrra manni sínum eignaðist Lára son og dóttur: Emil, verka-
mann í Reykjavík, og Guðnýju, bústýru á Siglufirði. Börn hennar
og Baldvins, síðara manns hennar, eru 3: Ingibjörg, húsfreyja í
Brattahlíð í Svartárdal vestur; Jón, verkamaður á Sauðárkróki; Ásta,
húsfreyja á Akureyri.
Lára Jónsdóttir var myndarkona, hressileg og glaðvær í viðmóti.
Hún var greind í betra la°i, minnug og fróð um marga hluti. Hún
var mjög gestrisin, barnavinur og dýra, fann til með smælingjum og
Lára Jónsdóttir