Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 73

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 73
GLÓÐAFEYKIR 73 öllum þeim, sem bágt áttu; reyndi að bæta þar úr, svo sem máttur framast leyfði. Sjálf var hún og þau hjón fátæk löngum á veraldar- vísu, en létu ekki á sér festa. Lára var góð kona, enda naut hún óskoraðra vinsælda sveitunga sinna og annarra, þeirra er til þekktu. Guðmundur Þórarinsson, verkamaður á Sauðárkróki, lézt 30. des. 1965. — Hann var fæddur í Grundargerði í Blönduhlíð 30. janúar 1886, sonur Þórarins Erlendssonar og Helgu Sigurðardóttur, er þar bjuggu það eina ár. Á næsta ári fluttust þau að Geitagerði í Staðarhreppi. Þar andaðist Þórarinn haustið 1887, er Guðmundur var á öðru ári. Fór móðir hans þá í vist og mun í fyrstu hafa haft drenginn með sér. En hann fór ungur að vinna fyrir sér og var víða í vistum, m. a. í Vík. Þar kynntist hann konuefni sínu, Guðrúnu Þorleifsdóttur vinnumanns á Litlu-Hámundarstöðum á Arskógsströnd, síðar smiðs á Hjalteyri, og Kristínar Jónsdóttur frá Hofsósi, er þá var vinnukona á næsta bæ. Giftust þau árið 1910. Voru í vinnumennsku o»' hús- O mennsku. Bjuggu í Hátúni á Langholti 1918—1919, í Hólakoti á Reykjaströnd 1925—1926, fluttu þá til Sauðárkróks og áttu þar heimili upp þaðan. Þau eignuðust ekki börn. Á Sauðárkróki stundaði Guðmundur hvers konar verkamanna- vinnu. Eigi var hann áhlaupamaður talinn, en iðinn og notinvirkur. Kindur átti hann löngum nokkrar sér til gagns og ánægju og hafði af þeim góðar nytjar. Guðmundur Þórarinsson var mikill maður vexti, burðamaður, en beitti sjaldan afli. Stórskorinn var hann nokkuð ásýndum en eigi ófríður, rjóður í andliti, feitlaginn og fullur að vöngum. Hann var hæglátur maður, óáleitinn, stilltur og prúður í allri umgengni, grandvar maður um alla hluti, hógvær og hélt sér lítt fram. Guðmundur Þórarinsson Hjörleifur Andrésson, verkamaður á Sauðárkróki, lézt 31. des. 1965. — Fæddur var hann að Gilsbakka í Austurdal 12. júlí 1885, sonur Andrésar bónda þar og síðast á Oldubakka á Skaga Péturs- sonar, bónda á Þangskála á Skaga, Jónssonar prests í Vesturhóps-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.