Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 76
76
GLOÐAFEYKIR
Gísli Sigurðsson, sérleyfishafi í Sigtúnum við Sleitustaði, andaðist
þ. 2. janúar 1966. — Hann var fæddur á ísafirði 10. okt. 1911, sonur
Sigurðar kennara og hreppstjóra á Sleitustöðum, Þor\ aldssonar
bónda í Alftártungukoti á Mýrum suður, Sigurðssonar, og konu
hans Guðrúnar Sigurðardóttur bónda á Víðivöllum í Blönduhlíð,
Sigurðssonar bónda á Uppsölum og síðar á Víðivöllum, Jónatans-
sonar, en kona Sigurðar yngra og móðir
Guðrúnar var Guðrún Pétursdóttir bónda
á Reykjum í Tungusveit, Bjarnasonar.
Þriggja ára gamall fluttist Gísli með for-
eldrum sínum að Sleitustöðum og átti þar
heima æ síðan. Reisti luis í Sleitustaðatúni.
er til heimilis var stofnað. og nefndi Sigtún.
Ungur gerðist hann bifreiðastjóri, ók fyrst
vöruflutninga- og farþegabílum innan hér-
aðs og síðan langferðabílum. Hlaut þegar í
öndverðu vinsældir manna oa: óskorað
Gísli Sigurðsson traust fyrir áreiðanleika og frábæra lipurð
í viðskiptum. Arið 1950 var Gísla veitt sér-
leyfi til farþegaflutninga á leiðinni Varmahlíð—Siglufjörður. Varð
brátt ljóst, að þar var réttur maður á réttum stað. Greiddist þessi
atvinnurekstur með ágætum og fóru umsvif Gísla ört vaxandi með
hverju ári. Aflaði hann sérleyfis á leiðinni Siglufjörður— Akureyri
og síðar að hluta á leiðinni Siglufjörður— Reykjavík. Auk þess hafði
hann jafnan bifreiðar tiltækar til hópferða. Lagði alla stund á að
hafa mikinn bílakost og góðan, kom og upp stóru og myndarlegu
bifreiðaverkstæði heima þar á Sleitustöðum. Var svo komið hin síð-
ustu árin, að hann rak eina liina umsvifamestu útgerð stórra fólks-
bifreiða, og naut í þ\ í starfi almennra vinsælda fyrir sérstakan dugn-
að og frábæra lipurð sína og sinna manna allra.
Arið 1939 kvæntist Gísli Helou Maenúsdóttur frá Söndum á Akra-
o o
nesi. Börn þeirra eru 4: Helga Alda, hjúkrunarkona og húsfreyja í
Reykjavík: Ragnhildur Svala, húsfreyja á Sleitustöðum; Aðalheiður
og Sigurður, bæði í foreldrahúsum.
Gísli í Sigtúnum var naumlega meðalmaður á hæð, þéttur á velli
og vel á sig kominn; fríður sýnum, fölleitur, glaðlegur á svip. Vegna
atvinnu sinnar var hann víðkunnur maðtir og vinsæll að sama skapi.
Hann var ötull og áhugasamur, hlaðinn lífsþrótti, síglaður með
gamanyrði á \ ör, vakinn og sofinn að greiða götu samferðamanna,
rausnarmaður og höfðingi. Þótt hann væri stilltur vel og samur og