Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 78
78
GLÓÐAFEYKIR
Zófonias Jónsson, húsmaður í Stóru-Gröf, lézt þ. 24. marz 1966. —
Hann var fæddur að Kridróli á Neðribyggð 24. janúar 1890, sonur
Jóns bónda þar og síðar á Grófargili, Ólafssonar bónda á Ögmundar-
stöðum, Jónssonar bónda þar, Magnússonar prests í Glaumbæ,
Magnússonar, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur bónda í Flugu-
mýrarhvammi í Blönduhlíð og síðar í Garðakoti í Hjaltadal og víð-
ar, Jónssonar, en kona Jóns eldra og móðir Sigríðar var Guðrún
Eyjólfsdóttir bónda á Brúarlandi í Deildardal, Jónssonar.
Zófonías fæddist upp með foreldrum sínum. Föður sinn missti
hann 1901, hálf-fimmtugan að aldri. Bjó móðir hans áfram nokkur
ár með sonum sínum, þeim tvíburabræðrunum Zófoníasi og Ólafi,
þótt ungir væru, enda mikil dugnaðarkona og atorku, sem bæði
þau hjón. Árið 1905 brá hún búi og fór í húsmennsku að Yaladal
í Skörðum. Þangað fór Zófonías og í vist, fluttist þó áður langt um
leið út á Langholt, yfrst að Litlu-Gröf, svo að Stóru-Gröf og átti
þar heima til æviloka, vinnumaður fyrst, þá húsmaður lengi, en
hafði síðustu árin ábúð á nokkrum hluta jarðarinnar. Hann hafði
lengstum alhnargt sauðfjár og fór vel með, fjárglöggur ágætlega,
mikill hirðumaður með skepnur, hafði af þeim mikla unun og
góðan arð og efnaðist vel.
Zófonías í Stóru-Gröf var meðalmaður á velli, þéttvaxinn. Hann
var hlédrægur maður og hafði sig lítt í frammi, geðspakur, tryggur
í lund, bóngóður og hjálpsamur, svo að orð fór af. Sambúð hans við
börn var með þeim hætti, að þau hændust að honum og töluðu \ ið
hann sem bróður og jafningja. Zófonías var óvenju rótfastur sonur
heimilis og sveitar, þótt eigi væri bóndi talinn á venjulega vísu.
Hann var rnikill dugnaðarmaður, vandaður og vel rnetinn af öll-
um.
Hann dó ókvæntur og barnlaus.
Ingvar Guðmundsson, húsmaður á Bjarnastöðum í Blönduhlíð,
lézt þ. 3. maí 1966. — Hann var fæddur á Illugastöðum í Flókadal
23. maí 1892. Foreldrar: Guðmundur bóndi á Illugastöðum og víð-
ar Jónsson, bónda á Hálsi í Flókadal og víðar, Sigurðssonar, og kona
hans Salbjörg Jónsdóttir bónda á Bakka í Fljótum, Jónssonar, og
konu hans Steinunnar Finnbo°adóttur. Var Ino-var albróðir Ingi-
gerðar, konu Stefáns á Hofstöðum, sjá Glóðafeyki 1971, 12. liefti.
bls. 46.
Ingvar, sem var einn í hópi 8 systkina, mun hafa alizt upp með