Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 81
GLÓÐAFEYKIR
81
Jón á Hofi var alvörumaður, hlýr í lund og viðkvæmur, þótt eigi
gætti oft á ytra broði. Vel kunni hann að gleðjast með glöðum, \ar
hnyttinn í tilsvörum, hagmæltur vel. Hann hafði yndi af hestum og
var frábærlega laginn hestamaður, svo sem var og faðir hans og
bræður. Þá var sólskin í s\ ip og geislablik í auga, er talið ljarst að
góðum hesti.
Eigi kaus Jón ávallt alfaraleiðir og hlaut því stundum andbyr
nokkurn, hirti og lítt um að aka seglum eftir \ indi, ef svo bar undir.
Hann var hugsjónamaður og gekk jafnan þá götu, er hann sjálfur
taldi gagnveg til góðra lykta hverju máli.
Ólafur Jónsson, bóndi í Gröf á Höfðaströnd, lézt 1 (>. júní 1966. —
Hann var fæddur 24. sept. 1898 að Hvammi undir Vestur-Eyjafjöll-
um í Rangárvallasýslu, sonur Jóns bónda þar Auðunarsonar og
konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Stóðu að
honum traustar og merkar bændaættir suð-
ur þar.
Ólafur fór að heiman um fermingaraldur
og stundaði sjó frá Vestmannaeyjum um
árabil. Lærði vélstjórn um t\ ítugsaldur,
gekk í Sjómannaskólann nokkru síðar og
lauk skipstjórnarprófi hinu minna. Eftir
jjað var hann vmist vélstjóri eða skipstjóri
á vélbátum frá Vestmannaeyjum, en einnig
á síldarskipum frá Akureyri.
Arið 1937 kvæntist Ólafur Svanhildi Sig-
fúsdóttur Hanssonar (var Sigfús af mörgum
talinn launsonur Sigfúsar bónda að Hellulandi og F.yhildarholti
Péturssonar) og konu hans Jónínu Jósafatsdóttur bónda að Krossa-
nesi og Syðri-Hofdölum, alsystur Sigurlaugar, sjá þátt um hana hér
að framan. Reistu þau bú í Gröf árið 1941 og bjuggu þar til 1946,
er Ólafur lét af búskap af heilsufarsástæðum og gerðist \élgæzlu-
maður við frystihús Kaupfélags Austur-Skagfirðinga í Hofsósi. Aft-
ur hófu þau hjón búskap í Gröf 1952 og bjuggu þar góðu búi með-
an ævin entist Ólafi.
Böm þeirra hjóna eru 4: Jón, stundar tannlæknisnám í Noregi;
Sigfús, kennari á Hólum í Hjaltadal (stundar nú framhaldsnám er-
lendis); Sigriður, við nám í F.nglandi: Edda Jónina, í gagnfræða-
skóla.
Ólafur í Gröf var meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel, fríður í
Ólafur Jónsson