Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 83

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 83
GLÓÐAFEYKIR 83 gerðarleg. Hún var greind kona að eðlisfari, harðdugleg og ágætlega verki farin. Hún var hljóðlát og hógvær í viðmóti og öllu dagfari, viðkvæm í lund og hjartahlý. í aldarfjórðung stóð hún fyrir gamal- grónu myndar- og menningarheimili, helgaði því krafta sína alla og farnaðist svo, að heimilið hélt fullri og fornri reisn. Guðbjörg Árnadóttir Hafstað, húsfreyja í Messuholti í Borgar- st eit, lézt þ. 2. júlí 1966. — Hún var fædd að Vík í Sæmundarhlíð 25. jtiní 1928. Foreldrra: Arni Hafstað bóndi í Vík, Jónsson, hrepp- stjóra og sýslunefndarmanns á Hafsteins- stöðum, Jónssonar bónda og hreppstjóra á Hóli í Sæmundarhlíð, Jónssonar, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir bónda á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, Sig- urðssonar síðast bónda á Stóra-Vatnsskarði, Bjarnasonar, en kona Sigurðar á Geir- nrundarstöðum og móðir Ingibjargar r ar Ingibjörg Halldórsdóttir, sjá þátt um hana í Glóðafeyki 1971, 12. hefti, bls. 43. Guðbjörg ólst upp í Vík, næstyngst 10 systkina. Barn að aldri missti hiin móður Guðbjörg Á. Hafstað sína; tók þá Ingibjörg móðurmóðir hennar við uppeldi yngri barnanna ásamt með föður þeirra og eldri systr- um. Þótt mikils væri misst við fráfall góðrar móður, var uppeldið gott og heimilið í Vík til mikillar fyrirmyndar og rómað fyrir ástúð- lega sambúð og óvenjulega eindrægni þessarar stóru fjölskyldu. Guðbjörg lauk gagnfræðanámi í Reykjavík 1944, sótti húsmæðra- skóla í Danmörku, lauk prófi frá Húsmæðrakennaraskóla Islands 1952. Eftir það var hún nálega árlangt á sjó og hafði á hendi mat- reiðslu á veiðiskipum, bæði á síldarvertíð og vetrar. Árið 1953 réðst hún kennari við húsmæðraskólann á \7armalandi syðra, enda var starfið henni næsta hugleikið. A kennaraárum sínum fór hún nokkrar námsferðir til útlanda. Á gamlaársdag 1960 stóð briiðkaup Guðbjargar á æskuheimili hennar í Yík. Gekk hún að eiga Sigurþór ráðunaut Hjörleifsson, bónda á Kimbastöðum í Borgarsveit, Sturlaugssonar bónda að Snart- artungu í Bitru vestur, Einarssonar, og konu hans Áslaugar Jóns- dóttur. Eftir að Guðbjörg giftist kenndi hún eitt ár á Varmalandi, en fluttist þá með eiginmanni sínum að Messuholti — nýbýli, er þau reistu hjá Kimbastöðum. En þess fallega heimilis naut Guðbjörg

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.