Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 84
84
GLÓÐAFEYKIR
skamma stund. Dætur þeirra hjóna kornungar eru þrjár: Amgunnur
og Steinunn, tvíburar, og Ingibjörg hin þriðja.
Guðbjörg Hafstað var naumlega meðalkona á viixt, dökk á yfir-
bragð, svipfríð, glaðleg og hlý í viðmóti. Húu var \ el gefin og vel
menntuð, smekkvís á alla hluti, hafði yndi af hljómlist og fögrum
bókmenntum og bar á þær gott skyn. Hún var gædd ríkri félags-
liyggju og kom þar til bæði uppeldi og erfð frá föður. Hún var hug-
ljúf kona, búin miklum manndómi, heil í orðum og athöfnum, hélt
fram skoðunum sínum af einurð og festu.
Björn Guðmundsson, fyrrum bóndi á Fagranesi á Reykjaströnd,
lézt þ. 7. ágúst 1966. — Hann var fæddur að Miðhúsum í Blöndu-
hlíð 29. sept. 1882, sonur Guðmundar, síðast og lengst bónda á
Innstalandi á Reykjaströnd, Sigurðssonar
bónda á Hraunhöfða í Öxnadal, Guð-
mundssonar, og konu hans Ingibjargar
Rósu Björnsdóttur bónda á Spáná í Una-
dal, Þorsteinssonar bónda Jrar og víðar, As-
grímssonar, og seinni konu hans Þóru Run-
ólfsdóttur bónda á Skeiði í Fljótum, Jóns-
sonar.
Björn óx upp með foreldrum sínum á
Innstalandi, en dvaldist á unglingsárum
löngum stundum á Skarði. Árið 1913 reisti
hann bú á Fagranesi og bjó þar 30 ár sam-
fleytt, unz hann brá búi 1943 og fluttist að
Steini í sömu sveit og síðan til Sauðárkróks 1945. Þar var hann Jrað
sem eftir var ævi í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar, að undan-
skildum 1—2 árum, er hann var í Reykjavík hjá dóttur sinni, er Jrar
býr. Eftir að Björn hvarf frá búnaði stundaði hann verkamanna-
vinnu meðan máttur entist, en síðustu árin var honum þorrið Jarek
og mátti ekki á sig reyna, þótt á ferli væri og eigi sjúklingur.
Árið 1915 kvæntist Björn Dýrólinu Jónsdóttur, síðast bónda í
Villinganesi í Tungusveit, Guðmundssonar bónda þar, Þorsteins-
sonar, og fyrri konu hans Guðrúnar Pálsdóttur, bónda í Litladals-
koti, Jónssonar, og konu hans Dýrleifar Kristjánsdóttur. Dýrólína
var kona mætavel gefin og fljúgandi hagmælt. Hún lézt 1939 og
hafði þá lengi verið vanheil Tvær eru dætur þeirra hjóna: Ingi-
björg, húsfreyja og kennari í Reykjavík, og Áslaug, húsfreyja á
Sauðárkróki.
Björ/i Guðmundsson