Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 85
GLÓÐAFEYKIR
85
Björn Guðmundsson var í hærra lagi, grannvaxinn og grannleit-
ur, fölur yfirlitum. Hann var greindur maður og athugull, hæglátur
og eigi hávaðasamur, hlýr í viðmóti. Geðríkur var hann að eðlisfari,
en kunni vel að stjórna skapi sínu. Eigi var hann umbrotagjarn, en
umfram allt maður hinna fornu dyggða: einlægur trúmaður, traust-
ur og vinfastur, áreiðanlegur og þrautvandaður um alla hluti.
Jón Jónsson, bóndi á Syðri-Húsabakka, lézt þ. 6. sept. 1966. —
Fæddur var hann á Völlurn í Hólmi 28. sept. 1888. Foreldrar: Jón,
síðast bóndi í Minna-Holti í Fljótum, Magnússon, bónda á Illuga-
stöðum í sömu sveit, Ásmundssonar bónda
á Stóru-Reykjum í Flókadal, Árnasonar, og
kona hans Anna Jónsdóttir bónda í Skin-
þúfu (nú Vallanes) og Völlum í Hólmi,
Stefánssonar bónda í Garðshorni á Höfða-
strönd, Jónssonar, en móðir Önnu og kona
Jóns í Skinþúfu var Kristín Sölvadóttir
bónda á Þverá í Hrolleifsdal, Þorlákssonar.
Foreldrar Jóns slitu samvistum eftir
skamma sambúð. Fór Anna að Völlum,
gerðist bústýra Jónasar bónda þar Egils-
sonar og átti með honum börn: Sigurlaugu, jón Jónsson.
húsfreyju á Uppsölum í Blönduhlíð, Har-
ald hreppstjóra á Völlum og Egil, bókbindara, löngu látinn. Á Völl-
um var mikið myndarheimili og hafði svo lengi verið. Þar óx Jón
upp og dvaldist fram á fullorðinsár. Og þar kvæntist hann árið 1918
Kristínu Sigurðardóttur húsasmiðs á Marbæli, Jónssonar bónda í
Dæli, Árnasonar, og sambýliskonu hans Helgu Gísladóttur á Miðgili
í Langadal, Runólfssonar, og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur.
Börn þeirra eru tvö: Sigurður og Lilja, bæði búandi á Syðri-Húsa-
bakka.
Árið 1917 fóru þau Jón og Kristín að Litladal í Blijnduhlíð og
voru þar 2 ár í húsmennsku. 1919 hófu þau búskap á ípishóli á
Langholti og bjuggu þar til vors 1921, en færðu þá bú sitt að Syðri-
Húsabakka og bjuggu þar meðan ævin entist Jóni. Kristín lézt há-
öldruð 1971.
Húsabakki er mikil heyskaparjörð á gamla vísu. Fyrr á árum fékk
þar margur maður léðar slægjur fyrir lítið gjald. Mátti þá á haust-
nóttum sjá margar fúlgur og vænar á Héraðsvatnabökkum. Þarna
var fljóttekinn heyskapur, góður og skemmtilegur þegar vel viðraði.