Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 85

Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 85
GLÓÐAFEYKIR 85 Björn Guðmundsson var í hærra lagi, grannvaxinn og grannleit- ur, fölur yfirlitum. Hann var greindur maður og athugull, hæglátur og eigi hávaðasamur, hlýr í viðmóti. Geðríkur var hann að eðlisfari, en kunni vel að stjórna skapi sínu. Eigi var hann umbrotagjarn, en umfram allt maður hinna fornu dyggða: einlægur trúmaður, traust- ur og vinfastur, áreiðanlegur og þrautvandaður um alla hluti. Jón Jónsson, bóndi á Syðri-Húsabakka, lézt þ. 6. sept. 1966. — Fæddur var hann á Völlurn í Hólmi 28. sept. 1888. Foreldrar: Jón, síðast bóndi í Minna-Holti í Fljótum, Magnússon, bónda á Illuga- stöðum í sömu sveit, Ásmundssonar bónda á Stóru-Reykjum í Flókadal, Árnasonar, og kona hans Anna Jónsdóttir bónda í Skin- þúfu (nú Vallanes) og Völlum í Hólmi, Stefánssonar bónda í Garðshorni á Höfða- strönd, Jónssonar, en móðir Önnu og kona Jóns í Skinþúfu var Kristín Sölvadóttir bónda á Þverá í Hrolleifsdal, Þorlákssonar. Foreldrar Jóns slitu samvistum eftir skamma sambúð. Fór Anna að Völlum, gerðist bústýra Jónasar bónda þar Egils- sonar og átti með honum börn: Sigurlaugu, jón Jónsson. húsfreyju á Uppsölum í Blönduhlíð, Har- ald hreppstjóra á Völlum og Egil, bókbindara, löngu látinn. Á Völl- um var mikið myndarheimili og hafði svo lengi verið. Þar óx Jón upp og dvaldist fram á fullorðinsár. Og þar kvæntist hann árið 1918 Kristínu Sigurðardóttur húsasmiðs á Marbæli, Jónssonar bónda í Dæli, Árnasonar, og sambýliskonu hans Helgu Gísladóttur á Miðgili í Langadal, Runólfssonar, og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur. Börn þeirra eru tvö: Sigurður og Lilja, bæði búandi á Syðri-Húsa- bakka. Árið 1917 fóru þau Jón og Kristín að Litladal í Blijnduhlíð og voru þar 2 ár í húsmennsku. 1919 hófu þau búskap á ípishóli á Langholti og bjuggu þar til vors 1921, en færðu þá bú sitt að Syðri- Húsabakka og bjuggu þar meðan ævin entist Jóni. Kristín lézt há- öldruð 1971. Húsabakki er mikil heyskaparjörð á gamla vísu. Fyrr á árum fékk þar margur maður léðar slægjur fyrir lítið gjald. Mátti þá á haust- nóttum sjá margar fúlgur og vænar á Héraðsvatnabökkum. Þarna var fljóttekinn heyskapur, góður og skemmtilegur þegar vel viðraði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.