Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 89

Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 89
GLOÐAFEYKIR 89 Stefdn Sigurðsson, skipstjóri á Sauðárkróki, lézt 24. okt. 1966. — Hann var fæddur á Syðri-Hofdölum 19. marz 1920. Voru foreldrar hans Sigurður Stefánsson, starfsmaður hjá K. S. á Sauðárkróki, hálf- bróðir — samfeðra — Stefáns bónda á Hof- stöðum (sjá |)átt um hann í Glóðafeyki 1971, 12. hefti, bls. 46), og kona hans Anna Einarsdóttir, alsystir Ástvalds Einarssonar, sjá þátt um hann í Glóðafeyki 1969, 9. hefti, bls. 45. Stefán ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks 5 ára gamall. Snemma hneigðist hugur hans til sjómennsku; hóf sjósókn þegar á barns- aldri, á sjónum var hann sem heima hjá sér, og sjóinn stundaði hann allt til æviloka. Rcisklega tvítugur sótti hann skipstjórnar- námskeið á Siglufirði og lauk einu hæsta prófi, er til þess tíma hafði verið tekið á slíkum námskeiðum. Eftir það var hann með báta, ýmist eigin báta eða annarra, síðast fyrir Eiskiðju Sauðárkróks h.f Stefán \ar ágætur sjómaður, heppinn og aflasæll, djarfur og þó gætinn um leið og fyrirhyggjusamur, æðrulaus og ekki vílsamur, skjótráður, ef til þurfti að taka, og farnaðist að öllu vel í áratuga fangbrögðum og átökum við Ægi konung. A gamlaársdag 1948 gekk Stefán að eiga Þuriði Pétursdóttur \ erkamanns á Sauðárkróki, áður bónda í Vatnshlíð á Skörðum, Guð- mundssonar bónda þar, Sigurðssonar, og konu hans Herdísar Gríms- dóttur bónda á Syðri-Reykjum í Biskupstungum, Einarssonar, og konu hans Kristínar Gissurardóttur frá Vatnsenda í Flóa. Þau eign- uðust tvær dætur: Önnu Sjöfn, hárgreiðslumær í Reykjavík, og Her- disi, sem enn er í heimahúsum. Stefán Sigurðsson var meðalmaður á hæð og þó ríflega, gTann- vaxinn, holdskarpur, fríður sýnum og fjörlegur á svip, gleðimaður og geðfelldur og hugnaðist hverjum manni vel, enda mjög vinsæll. Hann var ágætlega greindur, orðheppinn og hnyttinn í svörum, hreinskilinn og hispurlaus, drengilegur í allri framkomu, höfðingi í lund og mátti ekki aumt sjá. Hann var glaður á góðri stund, en annars dulur og innhverfur nokkuð, orðfár um eigin hagi og hugs- anir og ekki alltaf sjálfum sér auðveldur. Stefán var traustur maður, áreiðanlegur og samvizkusamur. Hann var mikill dugnaðarmaður og lagvirkur að sama skapi; mátti svo kalla, að hvert verk léki í Stefán Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.