Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 90

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 90
90 GLOÐAFEYKIR liendi hans. Honum voru margir hlutir vel gefnir og að honum mikill mannskaði á miðjum aldri. Guðjón Jósafatsson, verkamaður á Sauðárkróki. lézt skyndilega þ. 31. okt. 1966. — Hann var fæddur að Krossanesi í Hólmi 21. febrúar 1901, sonur Jósafats bónda þar Guðmundssonar og konu hans Guð- rúnar Ólafsdóttur, \ar því albróðir Sigur- laugar Jósafatsdóttur, sjá þátt um hana hér að framan. Guðjón missti móður sína fárra vikna gamall. Ólst upp með föður sínum og móð- ursystur, Margréti, er gerðist bústvra Jósa- fats, er konu hans missti við, fyrst í Krossa- nesi til 1914 og síðan á Syðri-Hofdölum til fullorðinsára. Stundaði nám í Hólaskóla og lr.uk prófi þaðan 1923. Arið 192(i kvæntist Guðjón Þóreyju Sig- tryggsdóttur bónda á Hóli á Skaga, Jó- hannssonar bónda í Mvrakoti á Höfða- strönd og síðar á Hóli, Jónatanssonar, og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur, bónda á Fossi á Skaga, Gunnarssonar hreppstjóra á Skíðastöðum, Gunnarssonar, og konu hans Sigríðar Gísladóttur síð- ast bónda í Fossseli í Skagaheiði, Þorsteinssonar. Þau hjón stofnuðu til heimilis á Sauðárkróki og áttu þar heima æ síðan. Stundaði Guð- jón algenga verkamannavinnu meðan heilsa hrökk til, en síðustu 8 árin þjáðist hann af mæði (astrna) og lá tínrum saman á sjúkra- húsum, en allt kom fyrir ekki. Guðjón var sérlega búhneigður sem lrann átti kyn til, þótt eigi gerðist bóndi í sveit. Atti lengstum nokk- urn fjárstofn og hafði gagn af og óskorað yndi, enda rakinn fjár- maður. Guðjón missti konu sína 1953. Þau eignuðust tvær dætur: Erlu, húsfreyju á Sauðárkróki, og Svövu, húsfreyju í Kópavogi suður. Eftir lát konu sinnar átti Guðjón heimili hjá dóttur sinni og tengdasyni á Sauðárkróki. Guðjón Jósafatsson var meðalmaður á hæð og íturvaxinn; grann- leitur, rjóður í andliti, svipgóður, háttprúður og hlýr í umgengni, flestum mönnum jafnlyndari. Hann var rnikill atorkumaður meðan heill var heilsu, ágætur verkmaður, trúr og samvizkusamur og mátti eigi vamm sitt vita. Hann var hlédrægur maður og hélt sér eigi fram, vinsæll maður og góður drengur. o o o Guðjón Jósafatsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.