Málfregnir - 01.07.1990, Page 2
Þáttaskil
í samskiptum norrænu málnefndanna
Einn liður í starfsemi íslenskrar mál-
nefndar er samskipti við aðrar mál-
nefndir á Norðurlöndum. Nefndirnar
halda árlega sameiginlegan fund sem
við köllum norrænt málnefndaþing, og
þær eiga sér sameiginlegan vettvang,
sem er Norræn málstöð í Ósló. Hún tók
til starfa 1978 og heyrir undir Ráðherra-
nefnd Norðurlanda.
íslendingar hafa frá upphafi átt full-
trúa í stjórn Norrænnar málstöðvar.
Stjórnin kemur saman einu sinni á ári í
tengslum við hið árlega málnefndaþing.
Innan hennar starfar sérstök fram-
kvæmdanefnd sem ræður mestu um
verkefni málstöðvarinnar. Hún heldur
3^t fundi á ári. Af einhverjum ástæðum
lentu íslendingar utan þessarar nefndar
í upphafi og fengu ekki aðild að henni
fyrr en um mitt ár 1989.
Islensk tunga utangarðs
Norrænni málstöð var komið á fót til að
styrkja það sem sameiginlegt er í máli
norrænna þjóða og stuðla að gagn-
kvæmum skilningi þeirra á milli. í fyrstu
miðaðist allt við dönsku, norsku og
sænsku, þessi þrjú mál sem notuð eru
jöfnum höndum í samskiptum nor-
rænna þjóða. Mörgum þykir fullerfitt
að skilja þau öll. Einkum hefir verið til
þess tekið hvað Finnar, og jafnvel
Svíar, eigi bágt með að skilja dönsku og
Danir að skilja sænsku. Af íslendingum
hafa menn haft minni áhyggjur. Til
skamms tíma hefir það verið útbreiddur
misskilningur um öll Norðurlönd að
íslendingar töluðu dönsku ásamt
íslensku eða íslenska væri eins konar
sambland af dönsku, norsku og sænsku.
Margir hafa sem sé staðið í þeirri trú að
sá málagrautur sem við bregðum
stundum fyrir okkur í norrænum sam-
skiptum, og við köllum sjálfir skandin-
avísku, sé íslenska.
Sérfræðingar í norrænum málum vita
auðvitað betur þó að þeir hafi líka,
margir hverjir, gengið með rangar hug-
myndir um málanotkun og málakunn-
áttu íslendinga, einkum með því að
ofmeta dönskunotkun á íslandi og van-
meta stöðu íslenskunnar, ætla hana
veikari og valtari í sessi en hún er og
átta sig ekki á órofa samhengi máls og
bókmennta frá miðöldum til nútímans.
Lengi vel gerðu menn sér ekki grein
fyrir því að íslendingar eiga aðeins eitt
mál.
Við erum aldir upp við það að íslensk
tunga sé betur varðveitt en nokkurt
annað norrænt mál og erum stoltir af
því. Það er því einkennilegt að vera
Islendingur á fundum með norrænum
sérfræðingum í norrænum málum og
mega ekki bregða fyrir sig íslensku,
sitja uppi með þá tilfinningu að hún sé
forboðin í norrænum samskiptum,
málið sem enginn skilur og - það sem
verra er - málið sem engum ber að
skilja.
Breytt viðhorf
Þessi viðhorf eru nú að breytast. Sann-
leikurinn er sá að íslenska er öðrum
norrænum þjóðum ekki eins gersamlega
óskiljanleg og venjulega er látið í veðri
vaka. Flestir sem tala eitthvert norrænt
mál eru tiltölulega fljótir að skilja ritaða
íslensku um kunnuglegt efni. Peir eru
jafnvel fljótir til að skilja talað mál, ef
2