Málfregnir - 01.07.1990, Qupperneq 3

Málfregnir - 01.07.1990, Qupperneq 3
hægt og skýrt er fram borið. En mál sem þeir fá hvorki að heyra né sjá læra þeir auðvitað aldrei. Ef við beittum íslensku meira en nú tíðkast myndi afstaðan til hennar breytast. Ég hefi áður haldið því fram að íslendingar ættu aldrei að sleppa raunhæfu tækifæri á norrænum vettvangi til að nota íslensku. Tækifærin bjóðast ekki oft, en þau bjóðast þó fleiri en við notum. Námskeið í íslensku Þar sem íslendingar fengu í fyrra aðild að framkvæmdanefnd Norrænnar mál- stöðvar var ákveðið í vetur að halda vorfund nefndarinnar 1990 í Reykjavík. Jafnframt varð samkomulag um að efna til nokkurra daga íslenskunámskeiðs fyrir fundarmenn, áður en fundur hæfist. Hann var haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 27. inaí sl. Námskeiðið sóttu 12 manns, frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þátttakan var að mestu miðuð við fram- kvæmdanefndina, hina svo nefndu „nor- rænu ritara“ hjá málnefndunum (sem einnig sitja fundi framkvæmdanefndar) og starfsfólk Norrænnar málstöðvar, sem kostaði ferðir flestra þátttakenda. Margir fengu leyfi á fullum launum til að sækja námskeiðið. Allt var þetta full- orðið fólk, á aldrinum 35-65 ára, þar á meðal prófessorar í norrænum málum. Þetta fimm daga námskeið var því harla óvenjulegt og raunar einstakt. Allir lögðu sig fram af miklum áhuga, bæði kennari og nemendur. Kennt var alla morgna, fjóra tíma á dag, frá 22. maí til 26. maí. Aðalkennari var Halldór Ármann Sigurðsson dósent. Islensk málnefnd bar kostnað af kennslu, kynnisferðum og öðrum mót- tökum og naut til þess sérstaks stuðn- ings menntamálaráðuneytisins og Há- skóla íslands, sem lagði til húsnæði. Stofnun Sigurðar Nordals var með í ráðum við skipulag, en íslensk málstöð undirbjó námskeiðið og hafði umsjón með því. Samvinna til fyrirmyndar Námskeiðið var haldið á vegum íslenskrar málnefndar, sem bar ábyrgð á því. En gleymum því ekki að upptökin komu að utan. Einhugur ríkti um þetta námskeið. Það var ávöxtur af starfsemi Norrænnar málstöðvar og samstarfi norrænu mál- nefndanna. Það var staðfesting á því, að með aðild Islendinga að framkvæmda- nefnd Norrænnar málstöðvar verða þátta- skil í sögu hennar og hins norræna málræktarsamstarfs. Ekki ber að skilja þetta svo, að nú sé íslenska allt í einu orðin gjaldgengt sam- skiptamál á öllum norrænum mann- fundum eins og danska, norska og sænska. Því fer fjarri, og það stóð ekki heldur til. Eigi að síður hefir mikið áunnist. Nú hefir verið viðurkennt í verki að samskiptanna vegna sé íslensk tunga þess virði að reynt sé að skilja hana. Fulltrúi íslands í framkvæmda- nefnd Norrænnar málstöðvar gæti m.a.s. leyft sér að bregða henni fyrir sig á fundum nefndarinnar án þess að það yrði misvirt. Fyrir nokkrum árum töldu hvorki íslendingar né aðrir að þeir ættu einu sinni erindi í framkvæmdanefnd! Nú hefir verið stigið mikilvægt skref til móts við okkur íslendinga, og fyrir það erum við þakklátir. Gagnkvœmur skiln- ingur er markið sem við viljum stefna að í norrænni samvinnu. Það vita forystu- menn í samstarfi norrænu málnefndanna og hafa nú sýnt okkur það. Meiri íslenskufræðsla Sem fyrr segir er það ekki tilviljun að íslenskunámskeið er haldið fyrir norrænt málræktarfólk í Reykjavík vikuna áður en framkvæmdanefnd Norrænnar mál- stöðvar kemur saman til fundar á íslandi í fyrsta sinn. Auðvitað er samband þarna á milli. Dæmið staðfestir réttmæti þess 3

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.