Málfregnir - 01.07.1990, Page 6
Aldrei myndum við kenna útlendingum
að segja mér langar, mér vantar, mér
hlakkar og jafnvel ekki mig hlakkar.
Hvers vegna ekki? Vegna þess að gagn-
vart útlendingi væri þetta í okkar huga
rangt mál eða a.m.k. óvandað mál. En
ef það er ekki nógu gott handa útlend-
ingum er það þá nógu gott handa okkar
eigin börnum? Og er það yfirleitt fullgott
handa öðrum sem við teljum ekki nógu
gott handa okkur sjálfum og myndum
aldrei láta okkur um munn fara?
Það er ekki álitamál að orðið hestur er
og hefir alltaf verið í fleirtölu hestar þó
að gestur sé í fleirtölu gestir. Það er því
rétt að segja hestar og rangt að segja
*hestir þótt á hinn bóginn sé rétt að segja
gestir og rangt að segja *gestar. Um
þetta er margra alda samkomulag, og
„samkomulag er það sem skiftir máli.
Annars verða allir drepnir“, segir séra
Jón Prímus.
Hitt er svo annað mál að venjur máls-
ins eru ekki alltaf ótvíræðar eins og í
þessum dæmum, og fyrir getur komið að
ekki sé við málvenju að styðjast eða hún
sé ekki kunn. Eg skal víkja nánara að
þessum atriðum síðar.
Tvenns konar málfræði
Af þessum sökum er hverjum þeim sem
leiðbeina vill sjálfum sér eða öðrum
nauðsynlegt að hafa til að bera sem
víðtækasta og traustasta þekkingu á mál-
inu fyrr og síðar, kerfisbundinni gerð
þess, því reglukerfi, sem notkun þess
lýtur, eða m.ö.o. málfræði þess og sögu.
Málfræðileg og málsöguleg þekking
kemur í góðar þarfir þegar skera skal úr
ágreiningsmálum. Pess vegna er oft
leitað til málfræðinga um ráð og leið-
beiningar. Málfræðingur þarf þó ekki að
vera málvöndunarmaður fyrir því. Mál-
fræði er vísindagrein, en málvöndun er
eins konar siðfræði málsins. Petta tvennt
er ámóta ólíkt og grasafræði og garð-
yrkja.
í málfræðiritum er að vísu stundum
talað um tvenns konar málfræði. Annars
vegar er sú málfræði sem ég nefndi áðan
vísindagrein. Hún er stunduð í því skyni
að Iýsa máli eins og það er að allri gerð,
talað og skrifað, án nokkurra afskipta af
því hvernig það skuli vera. Sú málfræði
er á erlendu máli sögð vera „descrip-
tive“. Hins vegar er sú málfræði sem
hefir því hlutverki að gegna að segja til
um hvernig málið eigi að vera eða
hvernig með það skuli fara. Hún er sögð
vera „prescriptive“ eða „normative“.
Sagt er að Forn-Grikkir hafi ekki gert
greinarmun á þessu tvennu, og oft er
þessu blandað saman bæði hér á landi og
annars staðar á vorum dögum.
Málfræði af síðara taginu hefir verið
stunduð frá alda öðli samfara hinni fyrr-
nefndu og hefir ávallt þótt bera vitni um
menningu á háu stigi. Menningarleg
blómaskeið í sögu þjóða hafa meðal
annars einkennst af ræktarsemi við þjóð-
tunguna og viðleitni til samræmingar í
meðferð máls eftir forsögn eða forskrift
lærðra manna. Petta er eins og hver
annar þrifnaður. A hnignunarskeiðum
hefir glundroðinn tekið við, málið verið
vanhirt og bókiðja fátækleg.
Elsta málfræðirit sem til er á íslensku
var samið skömmu eftir að ritöld hófst
hér á landi. Pað er Fyrsta málfræðirit-
gerðin, sem svo hefir verið nefnd. Hún
er aðalheimild okkar um íslenskan fram-
burð að fornu og hljóðkerfi málsins. Par
er gengið að verki með svo nýtískulegum
aðferðum að málvísindamönnum nú á
dögum þykir undrum sæta. En aðalmark-
mið höfundar var að setja íslendingum
stafróf því að nú voru þeir farnir að
semja rit á sína eigin tungu að hætti ann-
arra þjóða, og þá varð mönnum ljóst að
ósamræmi í rithætti hafði hættur í för
með sér. Fyrsta málfræðiritgerðin er því
eins konar fræðslurit um stafsetningu og
grundvöll hennar, þar sem lögð eru á
ráðin um það með vísindalegum rök-
6